Innlent

Mynda nýjan meirihluta

Héraðslisti félagshyggjufólks og listi Sjálfstæðisflokksins munu reyna að mynda nýjan meirihluta í nýsameinuðu sveitarfélagi Fellahrepps, Austur- og Norðurhéraðs en flokkarnir störfuðu saman í stjórn Austurhéraðs, fjölmennasta svæðisins, fyrir sameininguna. Héraðslistinn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum um helgina, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þrjá fulltrúa hvor og listi áhugafólks einn fulltrúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×