Framsókn norður vill úr R-listanum 14. október 2004 00:01 Gestur Gestsson, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík norður, vill að Framsóknarflokkurinn bjóði sjálfur fram í næstu borgarstjórnarkosningum en ekki undir merkjum Reykjavíkurlistans. Gestur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum og sat í kosningastjórn R-listans. Hann segist verða var við mikinn áhuga á þessu innan flokksins. "Ef við ætlum að vaxa, og framtíð flokksins mun ráðast hér í Reykjavík, þá hljótum við að þurfa að brjótast út úr Reykjavíkurlistanum. Það eru að alast upp kynslóðir í borginni sem þekkja ekkert annað en R-listann." Gestur segir flokkinn geta farið í samstarf um Reykjavíkurlista eftir næstu borgarstjórnarkosningar en hann þurfi að fara fram undir eigin merkjum í kosningunum sjálfum. "Mér finnst eins og menn séu að vakna af þyrnirósarsvefni í þessum málum. Við erum að ala Þórólf Árnason upp sem borgarstjóra án þess að vita hvaða flokki hann tilheyri. Á meðan eru okkar eigin borgarfulltrúar óþekktir." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins innan Reykjavíkurlistans, segir að það hafi ávallt verið skiptar skoðanir um það innan Framsóknarflokksins, eins og annarra flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum, hvort flokkarnir ættu að bjóða fram undir nafni flokkanna eða saman í R-listanum. Það sé því ekkert nýtt í ummælum Gests. Alfreð segir hins vegar alls ekki tímabært að taka ákvörðun um það og að hún verði væntanlega ekki tekin fyrr en seinni hluta næsta árs. Fyrir skömmu ritaði Guðlaugur Sverrisson, stjórnarmaður í Félagi framsóknarmanna í Reykjavík suður, á vefsíðu framsóknarfélaganna í borginni að hann tæki undir þá skoðun Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, að Framsóknarflokkurinn yrði sterkari við að bjóða fram B-lista í Reykjavík. Það myndi efla starfið innan hans og eins yrði flokkurinn sýnilegri borgarbúum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Gestur Gestsson, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík norður, vill að Framsóknarflokkurinn bjóði sjálfur fram í næstu borgarstjórnarkosningum en ekki undir merkjum Reykjavíkurlistans. Gestur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum og sat í kosningastjórn R-listans. Hann segist verða var við mikinn áhuga á þessu innan flokksins. "Ef við ætlum að vaxa, og framtíð flokksins mun ráðast hér í Reykjavík, þá hljótum við að þurfa að brjótast út úr Reykjavíkurlistanum. Það eru að alast upp kynslóðir í borginni sem þekkja ekkert annað en R-listann." Gestur segir flokkinn geta farið í samstarf um Reykjavíkurlista eftir næstu borgarstjórnarkosningar en hann þurfi að fara fram undir eigin merkjum í kosningunum sjálfum. "Mér finnst eins og menn séu að vakna af þyrnirósarsvefni í þessum málum. Við erum að ala Þórólf Árnason upp sem borgarstjóra án þess að vita hvaða flokki hann tilheyri. Á meðan eru okkar eigin borgarfulltrúar óþekktir." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins innan Reykjavíkurlistans, segir að það hafi ávallt verið skiptar skoðanir um það innan Framsóknarflokksins, eins og annarra flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum, hvort flokkarnir ættu að bjóða fram undir nafni flokkanna eða saman í R-listanum. Það sé því ekkert nýtt í ummælum Gests. Alfreð segir hins vegar alls ekki tímabært að taka ákvörðun um það og að hún verði væntanlega ekki tekin fyrr en seinni hluta næsta árs. Fyrir skömmu ritaði Guðlaugur Sverrisson, stjórnarmaður í Félagi framsóknarmanna í Reykjavík suður, á vefsíðu framsóknarfélaganna í borginni að hann tæki undir þá skoðun Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, að Framsóknarflokkurinn yrði sterkari við að bjóða fram B-lista í Reykjavík. Það myndi efla starfið innan hans og eins yrði flokkurinn sýnilegri borgarbúum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira