Rússar segjast vera á flugæfingu 13. október 2004 00:01 Fjögur af rússnesku herskipunum sem eftir voru á Þistilfjarðargrunni fóru ekki á brott í gær eins og til stóð. Aftur eru skipin orðin sjö. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ráðuneytið ekki telja ástæðu til að gera of mikið úr veru herskipanna. "Þeir hafa verið tiltölulega nálægt landi vegna flugvélanna sem fylgja flugmóðurskipinu því þeir vilja hafa möguleika á að lenda á landi ef eitthvað bjátar á. Þeir voru búnir að tilkynna okkur það í lok september og báðu um leiðbeiningar um hvert vélarnar þeirra gætu leitað," segir Gunnar Snorri og bætir við að flugumferðarþátturinn vegna veru herskipanna sé það sem þeir hafi haft mestar áhyggjur af og leggi mesta áherslu á að sé í lagi. Hann segir rússneska flotann vera á æfingum og að þær hafi dregist. " Við höfum ekki talið að okkur stafi ógn af þeim en höfum lagt áherslu á að fylgst sé með þeim og öllu þeirra háttalagi," segir Gunnar Snorri. Aðspurður hverjir sjái um að fylgjast með skipunum svarar Gunnar Snorri að Landhelgisgæslan og aðrir bandamenn hafi augun á skipunum. Utanríkisráðuneytið hefur verið í sambandi við rússneska sendiráðið en Landhelgisgæslan við skipin sjálf. Gunnar Snorri segir að ekki hafi verið settar endanlegar dagsetningar á dvöl flotans og viðveru. Þeir séu fyrir utan landhelgi og séu ekki að aðhafast neitt við fiskveiðar eða rannsóknir og því í sjálfu sér ekkert ólöglegt við veru þeirra innan fiskveiðilögsögunnar. Skipin voru upphaflega sjö en á mánudag hélt flugmóðurskipið Kúsnetsov aðmíráll á brott frá landinu sem og tvo önnur skip úr flotanum. Um miðnætti á þriðjudag var flugmóðurskipið ásamt skipunum tveimur aftur komin í hópinn ásamt Pétri mikla, einu birgðaskipi og tveimur dráttarskipum. Í gærmorgun fékk Landhelgisgæslan upplýsingar frá skipunum um að þau ætluðu að vera í fjóra daga til viðbótar. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjögur af rússnesku herskipunum sem eftir voru á Þistilfjarðargrunni fóru ekki á brott í gær eins og til stóð. Aftur eru skipin orðin sjö. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ráðuneytið ekki telja ástæðu til að gera of mikið úr veru herskipanna. "Þeir hafa verið tiltölulega nálægt landi vegna flugvélanna sem fylgja flugmóðurskipinu því þeir vilja hafa möguleika á að lenda á landi ef eitthvað bjátar á. Þeir voru búnir að tilkynna okkur það í lok september og báðu um leiðbeiningar um hvert vélarnar þeirra gætu leitað," segir Gunnar Snorri og bætir við að flugumferðarþátturinn vegna veru herskipanna sé það sem þeir hafi haft mestar áhyggjur af og leggi mesta áherslu á að sé í lagi. Hann segir rússneska flotann vera á æfingum og að þær hafi dregist. " Við höfum ekki talið að okkur stafi ógn af þeim en höfum lagt áherslu á að fylgst sé með þeim og öllu þeirra háttalagi," segir Gunnar Snorri. Aðspurður hverjir sjái um að fylgjast með skipunum svarar Gunnar Snorri að Landhelgisgæslan og aðrir bandamenn hafi augun á skipunum. Utanríkisráðuneytið hefur verið í sambandi við rússneska sendiráðið en Landhelgisgæslan við skipin sjálf. Gunnar Snorri segir að ekki hafi verið settar endanlegar dagsetningar á dvöl flotans og viðveru. Þeir séu fyrir utan landhelgi og séu ekki að aðhafast neitt við fiskveiðar eða rannsóknir og því í sjálfu sér ekkert ólöglegt við veru þeirra innan fiskveiðilögsögunnar. Skipin voru upphaflega sjö en á mánudag hélt flugmóðurskipið Kúsnetsov aðmíráll á brott frá landinu sem og tvo önnur skip úr flotanum. Um miðnætti á þriðjudag var flugmóðurskipið ásamt skipunum tveimur aftur komin í hópinn ásamt Pétri mikla, einu birgðaskipi og tveimur dráttarskipum. Í gærmorgun fékk Landhelgisgæslan upplýsingar frá skipunum um að þau ætluðu að vera í fjóra daga til viðbótar.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira