Barnabætur breytast ekki 13. október 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að barnabætur hækki ekki á næsta ári. "Barnabæturnar munu ekki hækka á árinu 2005, heldur á árunum 2006 til 2007." Halldór segir að tekjuskatturinn lækki um 1 prósent á næsta ári og þar verði látið staðar numið í skattalækkunum í bili. Eftir sé að ákveða dagsetningar á þriggja prósentustiga lækkun tekjuskatts til viðbótar og sömuleiðis hækkun barnabóta. Halldór vildi ekki slá því föstu að barnabæturnar hækkuðu strax 2006, eftir væri að útfæra það. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, lýsti undrun sinni á ummælum forsætisráðherra enda hefði mátt skilja annað á honum í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Fyrirspyrjandinn, Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. "Mér finnst ótrúlegt að heyra að forsætisráðherra skuli með afdráttarlausum hætti segja að barnabætur skuli ekki hækkaðar strax. Síðast í gær varðist hann gagnrýni Alþýðusambandsins á stefnu ríkisstjórnarinnar með vísan til væntanlegrar hækkunar. Það var með engu móti hægt að skilja Halldór öðruvísi en það yrði á næsta ári. Orð skulu standa og það á við um forsætisráðherra jafnt sem aðra." Aðspurður um hvort ekki hefði mátt skilja hann þannig á Alþingi í gær að barnabætur yrðu hækkaðar strax, segir Halldór Ásgrímsson að gagnrýni hans á málflutning Alþýðusambands Íslands hefði falist í því að benda á að ekki væri hægt að tala um þróun kaupmaáttar til langs tíma án þess að gera ráð fyrir hækkun barnabóta. Gylfi Arnbjörnsson bendir svo á að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu en um 2,5 prósent í forsendum kjarasamninga. "Ef þetta gengur eftir munum við óska eftir endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári enda myndi eins prósents kaupmáttaraukning sem gert var ráð fyrir étast upp með þessu móti." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að barnabætur hækki ekki á næsta ári. "Barnabæturnar munu ekki hækka á árinu 2005, heldur á árunum 2006 til 2007." Halldór segir að tekjuskatturinn lækki um 1 prósent á næsta ári og þar verði látið staðar numið í skattalækkunum í bili. Eftir sé að ákveða dagsetningar á þriggja prósentustiga lækkun tekjuskatts til viðbótar og sömuleiðis hækkun barnabóta. Halldór vildi ekki slá því föstu að barnabæturnar hækkuðu strax 2006, eftir væri að útfæra það. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, lýsti undrun sinni á ummælum forsætisráðherra enda hefði mátt skilja annað á honum í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Fyrirspyrjandinn, Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. "Mér finnst ótrúlegt að heyra að forsætisráðherra skuli með afdráttarlausum hætti segja að barnabætur skuli ekki hækkaðar strax. Síðast í gær varðist hann gagnrýni Alþýðusambandsins á stefnu ríkisstjórnarinnar með vísan til væntanlegrar hækkunar. Það var með engu móti hægt að skilja Halldór öðruvísi en það yrði á næsta ári. Orð skulu standa og það á við um forsætisráðherra jafnt sem aðra." Aðspurður um hvort ekki hefði mátt skilja hann þannig á Alþingi í gær að barnabætur yrðu hækkaðar strax, segir Halldór Ásgrímsson að gagnrýni hans á málflutning Alþýðusambands Íslands hefði falist í því að benda á að ekki væri hægt að tala um þróun kaupmaáttar til langs tíma án þess að gera ráð fyrir hækkun barnabóta. Gylfi Arnbjörnsson bendir svo á að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu en um 2,5 prósent í forsendum kjarasamninga. "Ef þetta gengur eftir munum við óska eftir endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári enda myndi eins prósents kaupmáttaraukning sem gert var ráð fyrir étast upp með þessu móti."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira