Barnabætur breytast ekki 13. október 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að barnabætur hækki ekki á næsta ári. "Barnabæturnar munu ekki hækka á árinu 2005, heldur á árunum 2006 til 2007." Halldór segir að tekjuskatturinn lækki um 1 prósent á næsta ári og þar verði látið staðar numið í skattalækkunum í bili. Eftir sé að ákveða dagsetningar á þriggja prósentustiga lækkun tekjuskatts til viðbótar og sömuleiðis hækkun barnabóta. Halldór vildi ekki slá því föstu að barnabæturnar hækkuðu strax 2006, eftir væri að útfæra það. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, lýsti undrun sinni á ummælum forsætisráðherra enda hefði mátt skilja annað á honum í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Fyrirspyrjandinn, Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. "Mér finnst ótrúlegt að heyra að forsætisráðherra skuli með afdráttarlausum hætti segja að barnabætur skuli ekki hækkaðar strax. Síðast í gær varðist hann gagnrýni Alþýðusambandsins á stefnu ríkisstjórnarinnar með vísan til væntanlegrar hækkunar. Það var með engu móti hægt að skilja Halldór öðruvísi en það yrði á næsta ári. Orð skulu standa og það á við um forsætisráðherra jafnt sem aðra." Aðspurður um hvort ekki hefði mátt skilja hann þannig á Alþingi í gær að barnabætur yrðu hækkaðar strax, segir Halldór Ásgrímsson að gagnrýni hans á málflutning Alþýðusambands Íslands hefði falist í því að benda á að ekki væri hægt að tala um þróun kaupmaáttar til langs tíma án þess að gera ráð fyrir hækkun barnabóta. Gylfi Arnbjörnsson bendir svo á að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu en um 2,5 prósent í forsendum kjarasamninga. "Ef þetta gengur eftir munum við óska eftir endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári enda myndi eins prósents kaupmáttaraukning sem gert var ráð fyrir étast upp með þessu móti." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að barnabætur hækki ekki á næsta ári. "Barnabæturnar munu ekki hækka á árinu 2005, heldur á árunum 2006 til 2007." Halldór segir að tekjuskatturinn lækki um 1 prósent á næsta ári og þar verði látið staðar numið í skattalækkunum í bili. Eftir sé að ákveða dagsetningar á þriggja prósentustiga lækkun tekjuskatts til viðbótar og sömuleiðis hækkun barnabóta. Halldór vildi ekki slá því föstu að barnabæturnar hækkuðu strax 2006, eftir væri að útfæra það. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, lýsti undrun sinni á ummælum forsætisráðherra enda hefði mátt skilja annað á honum í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Fyrirspyrjandinn, Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. "Mér finnst ótrúlegt að heyra að forsætisráðherra skuli með afdráttarlausum hætti segja að barnabætur skuli ekki hækkaðar strax. Síðast í gær varðist hann gagnrýni Alþýðusambandsins á stefnu ríkisstjórnarinnar með vísan til væntanlegrar hækkunar. Það var með engu móti hægt að skilja Halldór öðruvísi en það yrði á næsta ári. Orð skulu standa og það á við um forsætisráðherra jafnt sem aðra." Aðspurður um hvort ekki hefði mátt skilja hann þannig á Alþingi í gær að barnabætur yrðu hækkaðar strax, segir Halldór Ásgrímsson að gagnrýni hans á málflutning Alþýðusambands Íslands hefði falist í því að benda á að ekki væri hægt að tala um þróun kaupmaáttar til langs tíma án þess að gera ráð fyrir hækkun barnabóta. Gylfi Arnbjörnsson bendir svo á að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu en um 2,5 prósent í forsendum kjarasamninga. "Ef þetta gengur eftir munum við óska eftir endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári enda myndi eins prósents kaupmáttaraukning sem gert var ráð fyrir étast upp með þessu móti."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Sjá meira