Innlent

Fólk þyrpist í flensusprautu

Fólk þyrpist þessa dagana í bólusetningu gegn inflúensu. Ekki hefur flensunnar enn orðið vart hér á landi en Haraldur Briem sóttvarnarlæknir telur aðeins spurningu um tíma hvenær hún stingi sér niður. "Ég hef heyrt hjá viðkomandi aðilum, að það væri mikil hreyfing á fólki núna að láta bólusetja sig," sagði Haraldur. Hann sagði frétt þess efnis, að flensubóluefni hefði verið tekið af markaði, hafa sett nokkurt strik í reikninginn. Það bóluefni hefði hins vegar aldrei verið keypt hingað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×