Innlent

Íbúaþing í Hafnarfirði í dag

Íbúaþing er haldið í Hafnarfirði í dag undir yfirskriftinni „Undir Gafli“. Markmið þingsins er að fá fram hugmyndir íbúa Hafnarfjarðar um málefni sveitarfélagsins, afla upplýsinga um hvað brennur helst á íbúum og nýta þær til að móta framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð, að því er fram kemur í frétt frá bæjarfélaginu. Þingið hófst í Íþróttahúsinu við Strandgötu klukkan 10 í morgun en þingslit verða klukkan 18. Fólki býðst að koma og fara eins og því hentar og fólk þarf ekki að tjá sig frekar en það vill.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×