Innlent

Mæðgur í fangelsi

Fanta Sillah, 26 ára kona frá Sierra Leone, sem í Héraðsdómi Reykjaness var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir e-töflusmygl í lok júlí, eignaðist stúlkubarn fyrir um mánuði síðan. Dóttir Fanta dvelur nú með henni í kvennafangelsinu í Kópavogi og heilsast báðum vel að sögn lögmanns Fanta. Fanta var ekki viðstödd þegar dómur var kveðinn upp en þá var hún komin um sjö mánuði á leið og lá á sjúkrahúsi vegna erfiðleika á meðgöngu. Fyrst eftir að stúlkan fæddist dvaldi Fanta með henni á spítalanum. Síðan þurfti hún að dveljast í fangelsinu að næturlagi en var hjá barninu að degi til. Þegar stúlkan náði þriggja vikna aldri fór hún með móður sinni í fangelsið þar sem þær dvelja núna en málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Fyrir á Fanta fimm ára gamlan son Í Hollandi þaðan sem hún er með vegabréf. Fanta var tekin við komuna til landsins í sumar þegar tollverðir fundu 5034 e-töflur vandlega faldar í bakpoka sem hún bar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×