Innlent

Sameining sveitarfélaga í pípunum

Líklegt er að íbúar 80 sveitarfélaga gangi að kjörborðinu næsta vor til að greiða atkvæði um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Það gerist ef tillögur um breytingar á sveitarfélagaskipan ná fram að ganga en þær verða kynntar á blaðamannafundi sem er nýhafinn á Hóteli Nordica. Í þessum sveitarfélögum búa rúmlega 213 þúsund manns eða um 73 prósent þjóðarinnar. Víkurfréttir greina frá því á heimasíðu sinni að á fundinum verði lagt til að Suðurnesin verði sameinuð í eitt sveitarfélag. Myndin er frá Reykjanesbæ.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×