Algjör trúnaðarbrestur 29. september 2004 00:01 Algjör trúnaðarbrestur milli forystu Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar er ástæða þess að honum var neitað um setu í þingnefndum fyrir flokkinn. Kristinn segir að það hljóti eitthvað að vera að hjá forystu flokksins. Þessi umskipti þýða að tveir yngstu þingmennirnir taka við mikilvægum forystuhlutverkum í nefndum Alþingis. Kristinn H. Gunnarsson var formaður iðnaðarnefndar Alþingis og varaformaður þriggja nefnda, efnahags- og viðskiptanefndar, sjávarútvegsnefndar og samgöngunefndar. Hann var því í lykilhlutverki fyrir stjórnarmeirihlutann í fjórum þingnefndum. Kristinn settist upphaflega á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1991. Sjö árum síðar, árið 1998, sagði hann skilið við Alþýðubandalagið og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Í gærkvöldi ákvað þingflokkur Framsóknarflokksins að hann yrði ekki í neinni þingnefnd fyrir hönd flokksins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfram að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Kristinn hefur hins vegar lent upp á kant við flokksforystuna í ýmsum málum í gegnum tíðina og er þar frægast fjölmiðlafrumvarpið síðastliðið vor. Engu að síður segir Kristinn niðurstöðuna í gær hafa komið sér á óvart. Við formennsku í iðnaðarnefnd Alþingis tekur Birkir Jón Jónsson en hann er 25 ára gamall. Birkir verður jafnframt varaformaður sjávarútvegsnefndar. Dagný Jónsdóttir fær sömuleiðis lykilhlutverk í þingnefndum en hún verður varaformaður bæði efnahags- og viðskiptanefndar og menntamálanefndar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Algjör trúnaðarbrestur milli forystu Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar er ástæða þess að honum var neitað um setu í þingnefndum fyrir flokkinn. Kristinn segir að það hljóti eitthvað að vera að hjá forystu flokksins. Þessi umskipti þýða að tveir yngstu þingmennirnir taka við mikilvægum forystuhlutverkum í nefndum Alþingis. Kristinn H. Gunnarsson var formaður iðnaðarnefndar Alþingis og varaformaður þriggja nefnda, efnahags- og viðskiptanefndar, sjávarútvegsnefndar og samgöngunefndar. Hann var því í lykilhlutverki fyrir stjórnarmeirihlutann í fjórum þingnefndum. Kristinn settist upphaflega á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1991. Sjö árum síðar, árið 1998, sagði hann skilið við Alþýðubandalagið og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Í gærkvöldi ákvað þingflokkur Framsóknarflokksins að hann yrði ekki í neinni þingnefnd fyrir hönd flokksins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfram að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Kristinn hefur hins vegar lent upp á kant við flokksforystuna í ýmsum málum í gegnum tíðina og er þar frægast fjölmiðlafrumvarpið síðastliðið vor. Engu að síður segir Kristinn niðurstöðuna í gær hafa komið sér á óvart. Við formennsku í iðnaðarnefnd Alþingis tekur Birkir Jón Jónsson en hann er 25 ára gamall. Birkir verður jafnframt varaformaður sjávarútvegsnefndar. Dagný Jónsdóttir fær sömuleiðis lykilhlutverk í þingnefndum en hún verður varaformaður bæði efnahags- og viðskiptanefndar og menntamálanefndar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent