Gæta verði að mannréttindum 13. október 2005 14:41 Gæta verður að mannréttindum í baráttunni gegn hryðjuverkum, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær, en þar hvatti hann einnig til þess að öryggisráðið verði stokkað upp. Það kom í hlut Geirs að gera þjóðum heims grein fyrir megináherslum í utanríkisstefnu Íslands, þar sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, er staddur í Slóveníu. Í ræðunni var Geir tíðrætt um nauðsyn þess að umbylta skipulagi Sameinuðu þjóðanna sem verið hefur nánast óbreytt frá stofnun 1945 og endurspeglar því enn það ástand sem þá ríkti. Ísland styður það að Öryggisráðið verði stækkað og auk núverandi fimm fastaþjóða fái Brasilía, Indland, Japan og Þýskalands sæti í ráðinu ásamt einu Afríkuríki. Þá fordæmdi Geir hryðjuverk í ræðu sinni en lagði jafnframt áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkum verði ekki háð á kostnað mannréttinda. Hann segir þarna vera þunnu línu, t.d. hvað varðar réttindi fanga. Hrikaleg mistök hafi átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum í fangelsinu í Abu Ghraib og verið áminning um mannréttindaþáttinn í hryðjuverkabaráttunni. Ísland er í kosningabaráttu innan Sameinuðu þjóðanna og sækist eftir sæti í öryggisráðinu árin 2009 og 2010. Geir hefur undanfarna daga rætt við forráðamenn í hverju smáríkinu á fætur öðru í því skyni að afla fylgis við framboðið og hefur að sögn orðið vel ágengt. „Við eigum bandamenn víða sem líta upp til okkar sem lítillar þjóðar sem náð hefur að spjara sig vel á alþjóðavettvangi. Margir telja því að við getum lagt þeirra málum sérstakt lið og ég hef lagt á áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki klúbbur hinna stóru heldur samfélag þar sem hinir litlu hafi líka rétt til áhrifa,“ segir Geir H. Haarde. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Gæta verður að mannréttindum í baráttunni gegn hryðjuverkum, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær, en þar hvatti hann einnig til þess að öryggisráðið verði stokkað upp. Það kom í hlut Geirs að gera þjóðum heims grein fyrir megináherslum í utanríkisstefnu Íslands, þar sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, er staddur í Slóveníu. Í ræðunni var Geir tíðrætt um nauðsyn þess að umbylta skipulagi Sameinuðu þjóðanna sem verið hefur nánast óbreytt frá stofnun 1945 og endurspeglar því enn það ástand sem þá ríkti. Ísland styður það að Öryggisráðið verði stækkað og auk núverandi fimm fastaþjóða fái Brasilía, Indland, Japan og Þýskalands sæti í ráðinu ásamt einu Afríkuríki. Þá fordæmdi Geir hryðjuverk í ræðu sinni en lagði jafnframt áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkum verði ekki háð á kostnað mannréttinda. Hann segir þarna vera þunnu línu, t.d. hvað varðar réttindi fanga. Hrikaleg mistök hafi átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum í fangelsinu í Abu Ghraib og verið áminning um mannréttindaþáttinn í hryðjuverkabaráttunni. Ísland er í kosningabaráttu innan Sameinuðu þjóðanna og sækist eftir sæti í öryggisráðinu árin 2009 og 2010. Geir hefur undanfarna daga rætt við forráðamenn í hverju smáríkinu á fætur öðru í því skyni að afla fylgis við framboðið og hefur að sögn orðið vel ágengt. „Við eigum bandamenn víða sem líta upp til okkar sem lítillar þjóðar sem náð hefur að spjara sig vel á alþjóðavettvangi. Margir telja því að við getum lagt þeirra málum sérstakt lið og ég hef lagt á áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki klúbbur hinna stóru heldur samfélag þar sem hinir litlu hafi líka rétt til áhrifa,“ segir Geir H. Haarde.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira