Gæta verði að mannréttindum 13. október 2005 14:41 Gæta verður að mannréttindum í baráttunni gegn hryðjuverkum, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær, en þar hvatti hann einnig til þess að öryggisráðið verði stokkað upp. Það kom í hlut Geirs að gera þjóðum heims grein fyrir megináherslum í utanríkisstefnu Íslands, þar sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, er staddur í Slóveníu. Í ræðunni var Geir tíðrætt um nauðsyn þess að umbylta skipulagi Sameinuðu þjóðanna sem verið hefur nánast óbreytt frá stofnun 1945 og endurspeglar því enn það ástand sem þá ríkti. Ísland styður það að Öryggisráðið verði stækkað og auk núverandi fimm fastaþjóða fái Brasilía, Indland, Japan og Þýskalands sæti í ráðinu ásamt einu Afríkuríki. Þá fordæmdi Geir hryðjuverk í ræðu sinni en lagði jafnframt áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkum verði ekki háð á kostnað mannréttinda. Hann segir þarna vera þunnu línu, t.d. hvað varðar réttindi fanga. Hrikaleg mistök hafi átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum í fangelsinu í Abu Ghraib og verið áminning um mannréttindaþáttinn í hryðjuverkabaráttunni. Ísland er í kosningabaráttu innan Sameinuðu þjóðanna og sækist eftir sæti í öryggisráðinu árin 2009 og 2010. Geir hefur undanfarna daga rætt við forráðamenn í hverju smáríkinu á fætur öðru í því skyni að afla fylgis við framboðið og hefur að sögn orðið vel ágengt. „Við eigum bandamenn víða sem líta upp til okkar sem lítillar þjóðar sem náð hefur að spjara sig vel á alþjóðavettvangi. Margir telja því að við getum lagt þeirra málum sérstakt lið og ég hef lagt á áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki klúbbur hinna stóru heldur samfélag þar sem hinir litlu hafi líka rétt til áhrifa,“ segir Geir H. Haarde. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Gæta verður að mannréttindum í baráttunni gegn hryðjuverkum, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær, en þar hvatti hann einnig til þess að öryggisráðið verði stokkað upp. Það kom í hlut Geirs að gera þjóðum heims grein fyrir megináherslum í utanríkisstefnu Íslands, þar sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, er staddur í Slóveníu. Í ræðunni var Geir tíðrætt um nauðsyn þess að umbylta skipulagi Sameinuðu þjóðanna sem verið hefur nánast óbreytt frá stofnun 1945 og endurspeglar því enn það ástand sem þá ríkti. Ísland styður það að Öryggisráðið verði stækkað og auk núverandi fimm fastaþjóða fái Brasilía, Indland, Japan og Þýskalands sæti í ráðinu ásamt einu Afríkuríki. Þá fordæmdi Geir hryðjuverk í ræðu sinni en lagði jafnframt áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkum verði ekki háð á kostnað mannréttinda. Hann segir þarna vera þunnu línu, t.d. hvað varðar réttindi fanga. Hrikaleg mistök hafi átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum í fangelsinu í Abu Ghraib og verið áminning um mannréttindaþáttinn í hryðjuverkabaráttunni. Ísland er í kosningabaráttu innan Sameinuðu þjóðanna og sækist eftir sæti í öryggisráðinu árin 2009 og 2010. Geir hefur undanfarna daga rætt við forráðamenn í hverju smáríkinu á fætur öðru í því skyni að afla fylgis við framboðið og hefur að sögn orðið vel ágengt. „Við eigum bandamenn víða sem líta upp til okkar sem lítillar þjóðar sem náð hefur að spjara sig vel á alþjóðavettvangi. Margir telja því að við getum lagt þeirra málum sérstakt lið og ég hef lagt á áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki klúbbur hinna stóru heldur samfélag þar sem hinir litlu hafi líka rétt til áhrifa,“ segir Geir H. Haarde.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira