Guðni forsætisráðherra 24. september 2004 00:01 Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. a.snaevarr@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. a.snaevarr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira