Guðni forsætisráðherra 24. september 2004 00:01 Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. a.snaevarr@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. a.snaevarr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira