Innlent

Fundið að ársreikningnum

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur skrifað Mosfellsbæ bréf eftir athugun á ársreikningi síðasta árs. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem fékk bréf samkvæmt Mosfellsfréttum. Nefndin telur áhyggjuefni að skuldir bæjarfélagsins aukist enn og að eigin fjárhlutfall hafi lækkað úr rúmum fimmtán prósentum í fjórtán á milli ára. Í árslok 2003 námu skuldir og skuldbindingar rúmri hálfri milljón á hvern íbúa og peningaleg staða var neikvæð um 379 þúsund krónur á íbúa. Til samanburðar er peningaleg staða neikvæð um 174 þúsund krónur á íbúa að meðaltali í sveitarfélögum með yfir 5000 íbúa. Myndin er af húsi bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×