Vinna allta að átján tíma á dag 7. september 2004 00:01 Nýbúar í Hafnarfirði nýta sér ekki þjónustu Alþjóðahúss ef marka má úttekt á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar sem nú liggur fyrir. Í fyrra voru 566 einstaklingar með erlent ríkisfang búsettir í bænum, þar af flestir frá Póllandi. Þá er áætlað að svipaður fjöldi hafi þegar fengið íslenskan ríkisborgararétt og því megi gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa af erlendum uppruna í Hafnarfirði sé um eitt þúsund. Í viðtölum sem tekin voru við nýbúa kemur fram að fáir þeirra vita af starfsemi Alþjóðahúss, en þar er rekin lögfræði- og félagsráðgjöf, og enn færri nýta sér þjónustuna þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær greiði Alþjóðahúsi fimm milljónir á ári fyrir þjónustu við nýbúa í bænum. Sumir sem rætt var við sögðu að þeir hefðu ekki tíma til að sækja þjónustuna til Reykjavíkur vegna langs vinnutíma. Sérstaklega sögðust Pólverjar vinna mikið og margir þeirra senda peninga heim til Póllands. Einn viðmælendanna sagði þetta fólk vera mjög þreytt og lifa eins ódýrt og það geti til þess að geta sent sem mesta peninga til heimalandsins. Dæmi séu um að fólk vinni átján klukkustundir á dag. Fólkið vinni mikið á meðan það er á Íslandi og taki sér svo frí í nokkra mánuði til þess að fara til Póllands. Taldi viðmælandinn mikilvægt að stjórnvöld reyndu að rjúfa þessa einangrun fólks og íslenskukennsla væri best til þess fallin. Filippseyingar sem talað var við sögðu að þeim fyndust Íslendingar taka þeim illa ef þeir töluðu ensku. Þeir tóku því undir mikilvægi íslenskukennslu. Hins vegar fannst þeim dýrt að taka íslenskunámskeið og erfitt að stunda nám samhliða vinnu. Enginn þeirra hafði sótt íslenskunámskeið hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar, þar sem þeim fannst námskeiðin dýr og skila litlum árangri. Fram komu hugmyndir um að nýbúum yrði boðið á íslenskunámskeið þegar þeir kæmu til landsins, til dæmis í hálft ár. Í úttektinni segir að á Íslandi þurfi útlendingar að taka 150 stundir í íslensku til þess að geta fengið búsetuleyfi og ríkið niðurgreiði námið að einhverju leyti. Í nágrannaríkjum sé fjöldi kennslustunda talsvert fleiri og hið opinbera taki þar meiri þátt í kostnaði við námið. Þannig fái útlendingar í Svíþjóð ókeypis kennslu í allt að 525 klukkustundir og útlendingar í Noregi fái 850 klukkustundir. Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Nýbúar í Hafnarfirði nýta sér ekki þjónustu Alþjóðahúss ef marka má úttekt á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar sem nú liggur fyrir. Í fyrra voru 566 einstaklingar með erlent ríkisfang búsettir í bænum, þar af flestir frá Póllandi. Þá er áætlað að svipaður fjöldi hafi þegar fengið íslenskan ríkisborgararétt og því megi gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa af erlendum uppruna í Hafnarfirði sé um eitt þúsund. Í viðtölum sem tekin voru við nýbúa kemur fram að fáir þeirra vita af starfsemi Alþjóðahúss, en þar er rekin lögfræði- og félagsráðgjöf, og enn færri nýta sér þjónustuna þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær greiði Alþjóðahúsi fimm milljónir á ári fyrir þjónustu við nýbúa í bænum. Sumir sem rætt var við sögðu að þeir hefðu ekki tíma til að sækja þjónustuna til Reykjavíkur vegna langs vinnutíma. Sérstaklega sögðust Pólverjar vinna mikið og margir þeirra senda peninga heim til Póllands. Einn viðmælendanna sagði þetta fólk vera mjög þreytt og lifa eins ódýrt og það geti til þess að geta sent sem mesta peninga til heimalandsins. Dæmi séu um að fólk vinni átján klukkustundir á dag. Fólkið vinni mikið á meðan það er á Íslandi og taki sér svo frí í nokkra mánuði til þess að fara til Póllands. Taldi viðmælandinn mikilvægt að stjórnvöld reyndu að rjúfa þessa einangrun fólks og íslenskukennsla væri best til þess fallin. Filippseyingar sem talað var við sögðu að þeim fyndust Íslendingar taka þeim illa ef þeir töluðu ensku. Þeir tóku því undir mikilvægi íslenskukennslu. Hins vegar fannst þeim dýrt að taka íslenskunámskeið og erfitt að stunda nám samhliða vinnu. Enginn þeirra hafði sótt íslenskunámskeið hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar, þar sem þeim fannst námskeiðin dýr og skila litlum árangri. Fram komu hugmyndir um að nýbúum yrði boðið á íslenskunámskeið þegar þeir kæmu til landsins, til dæmis í hálft ár. Í úttektinni segir að á Íslandi þurfi útlendingar að taka 150 stundir í íslensku til þess að geta fengið búsetuleyfi og ríkið niðurgreiði námið að einhverju leyti. Í nágrannaríkjum sé fjöldi kennslustunda talsvert fleiri og hið opinbera taki þar meiri þátt í kostnaði við námið. Þannig fái útlendingar í Svíþjóð ókeypis kennslu í allt að 525 klukkustundir og útlendingar í Noregi fái 850 klukkustundir.
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira