Kirkjuna skortir umboð að ofan 7. september 2004 00:01 "Prestum er svolítið settur stóllinn fyrir dyrnar með þetta hvað varðar Biblíuna," segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindarsókn í Kópavogi, um þau tilmæli nefndar forsætisráðherra til þjóðkirkjunnar að breyta afstöðu sinni gagnvart hjónaböndum samkynhneigðra, þannig að þeir geti fengið kirkjulega vígslu. Séra Guðmundur Karl bendir á að prestar hafi veitt samkynhneigðum, sem gengið hafi í staðfesta sambúð, blessunarathöfn sem sé í ætt við húsblessun og sé hugsuð þannig. "Hjónaband er tenging sem varðar einungis karl og konu. Ég sé því ekki að við getum þetta, ætlum við að vera sjálfum okkar samkvæm. Ég tel kirkjuna skorta umboð til þess að ofan. Þá er ég ekki að tala um veraldlega valdhafa, ég er að tala um Guðs orð. Ég vil samkynhneigðum allt hið besta og fagna þeim réttarbótum sem þeir hafa fengið, meðal annars með því að fá staðfesta samvist. En það er ekki til neitt annað en samband karls og konu sem er innsiglað í hjónabandinu. Ég get ekki séð að maður geti verið sjálfum sér samkvæmur og þeim boðskap sem maður þjónar, geti maður farið svo frjálslega með hjónavígsluna." Guðmundur Karl undirstrikar að þetta hafi alls ekki neitt með fordóma gagnvart samkynhneigðum að gera, þetta viðhorf sé einfaldlega byggt á orði Biblíunnar. Hann kveðst aðspurður ekki trúa því að prestum verði send tilskipun um að veita samkynhneigðum kirkjulega vígslu. "Það hefur komið fram í umræðum innan kirkjunnar að skoðanir eru skiptar," sagði séra Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju. Hann á sæti í nefnd á vegum biskups sem fjallar meðal annars um stöðu samkynhneigðra innan kirkjunnar. Séra Jón Helgi sagði að langstærstur hópur presta vildi taka þátt í umræðunni með mjög jákvæðum huga, en hefði ekki gert upp hug sinn. Ýmsir prestar vildu þegar að kirkjan vígði samkynhneigða. Þá væri þriðji hópurinn andvígur því. Jón Helgi kvaðst enn vera í umræðuflokknum. "Kirkjan verður að ræða af alvöru og heiðarleika stöðu samkynhneigðra innan þjóðkirkjunnar og að þessi hópur eigi að njóta þessara réttinda. Jafnframt að kirkjan eigi að styðja við bak þeirra sem vilja búa saman með ábyrgum hætti, sem við segjum að hjónaband sé, svo og staðfest samvist. Kirkjan á að standa við hlið þessa fólks í því lífsmynstri sem það vill velja sér." Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
"Prestum er svolítið settur stóllinn fyrir dyrnar með þetta hvað varðar Biblíuna," segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindarsókn í Kópavogi, um þau tilmæli nefndar forsætisráðherra til þjóðkirkjunnar að breyta afstöðu sinni gagnvart hjónaböndum samkynhneigðra, þannig að þeir geti fengið kirkjulega vígslu. Séra Guðmundur Karl bendir á að prestar hafi veitt samkynhneigðum, sem gengið hafi í staðfesta sambúð, blessunarathöfn sem sé í ætt við húsblessun og sé hugsuð þannig. "Hjónaband er tenging sem varðar einungis karl og konu. Ég sé því ekki að við getum þetta, ætlum við að vera sjálfum okkar samkvæm. Ég tel kirkjuna skorta umboð til þess að ofan. Þá er ég ekki að tala um veraldlega valdhafa, ég er að tala um Guðs orð. Ég vil samkynhneigðum allt hið besta og fagna þeim réttarbótum sem þeir hafa fengið, meðal annars með því að fá staðfesta samvist. En það er ekki til neitt annað en samband karls og konu sem er innsiglað í hjónabandinu. Ég get ekki séð að maður geti verið sjálfum sér samkvæmur og þeim boðskap sem maður þjónar, geti maður farið svo frjálslega með hjónavígsluna." Guðmundur Karl undirstrikar að þetta hafi alls ekki neitt með fordóma gagnvart samkynhneigðum að gera, þetta viðhorf sé einfaldlega byggt á orði Biblíunnar. Hann kveðst aðspurður ekki trúa því að prestum verði send tilskipun um að veita samkynhneigðum kirkjulega vígslu. "Það hefur komið fram í umræðum innan kirkjunnar að skoðanir eru skiptar," sagði séra Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju. Hann á sæti í nefnd á vegum biskups sem fjallar meðal annars um stöðu samkynhneigðra innan kirkjunnar. Séra Jón Helgi sagði að langstærstur hópur presta vildi taka þátt í umræðunni með mjög jákvæðum huga, en hefði ekki gert upp hug sinn. Ýmsir prestar vildu þegar að kirkjan vígði samkynhneigða. Þá væri þriðji hópurinn andvígur því. Jón Helgi kvaðst enn vera í umræðuflokknum. "Kirkjan verður að ræða af alvöru og heiðarleika stöðu samkynhneigðra innan þjóðkirkjunnar og að þessi hópur eigi að njóta þessara réttinda. Jafnframt að kirkjan eigi að styðja við bak þeirra sem vilja búa saman með ábyrgum hætti, sem við segjum að hjónaband sé, svo og staðfest samvist. Kirkjan á að standa við hlið þessa fólks í því lífsmynstri sem það vill velja sér."
Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira