Viðtal við Forest Whitaker 7. september 2004 00:01 Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, skartar hinum heimsfræga leikara, Forest Whitaker. Hann segist hafa hrifist af handriti Baltasars og fyrri verkum hans og því ákveðið að slá til og leika í myndinni. Whitaker vonast eftir breyttum tímum í Bandaríkjunum eftir forsetakosningarnar í nóvember. Forest Whitaker er 43ja ára gamall. Hann hefur leikið í tugum kvikmynda á rúmum tuttugu ára ferli. Whitaker segir að hann hafi fengið handritið að mynd Baltasars fyrir tveimur árum og hrifist af. Hann viðurkennir að þrátt fyrir áratuga vináttu sína við Sigurjón Sighvatsson, framleiðanda myndarinnar, þá hafi hann ekki vitað mikið um Ísland áður en hann kom hingað. „Það eina sem ég vissi var að það væri fallegt hérna og að hér væri góð tónlist. Einnig að Grænland væri kalt og Ísland grænt, þetta sem allir segja,“ segir leikarinn. Whitaker hefur leikið í stórmyndum á borð við Platoon, The Crying Game, Panic Room og Phone Booth en hann tekur einnig oft að sér hlutverk í litlum kvikmyndum. Hann segist fyrst og fremst treysta á tilfinningu sína við hlutverkaval. „Ég er alltaf að reyna að vaxa og reyni því að finna eitthvað sem hjálpar mér við það. Oft er það líka leikstjórinn og ástríða hans. Baltasar hefur ástríðu og ákveðna sýn. Ég hafði séð myndirnar hans og vissi að hann hefði einstaka rödd og það veldur því að mig langar til að vinna með honum,“ segir Whitaker. Whitaker fylgist með stjórnmálum í heimalandi sínu. Hann segir stríðsrekstur Bandaríkjamanna áhyggjuefni og hann vonast eftir nýjum tímum heima fyrir. „Vonandi fáum við forseta sem einbeitir sér að vandamálunum heima fyrir og finnst ekki að hann geti kúgað mismunandi heimshluta.“ Hægt er að horfa á ítarlegra viðtal við Forest Whitaker úr Íslandi í dag með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, skartar hinum heimsfræga leikara, Forest Whitaker. Hann segist hafa hrifist af handriti Baltasars og fyrri verkum hans og því ákveðið að slá til og leika í myndinni. Whitaker vonast eftir breyttum tímum í Bandaríkjunum eftir forsetakosningarnar í nóvember. Forest Whitaker er 43ja ára gamall. Hann hefur leikið í tugum kvikmynda á rúmum tuttugu ára ferli. Whitaker segir að hann hafi fengið handritið að mynd Baltasars fyrir tveimur árum og hrifist af. Hann viðurkennir að þrátt fyrir áratuga vináttu sína við Sigurjón Sighvatsson, framleiðanda myndarinnar, þá hafi hann ekki vitað mikið um Ísland áður en hann kom hingað. „Það eina sem ég vissi var að það væri fallegt hérna og að hér væri góð tónlist. Einnig að Grænland væri kalt og Ísland grænt, þetta sem allir segja,“ segir leikarinn. Whitaker hefur leikið í stórmyndum á borð við Platoon, The Crying Game, Panic Room og Phone Booth en hann tekur einnig oft að sér hlutverk í litlum kvikmyndum. Hann segist fyrst og fremst treysta á tilfinningu sína við hlutverkaval. „Ég er alltaf að reyna að vaxa og reyni því að finna eitthvað sem hjálpar mér við það. Oft er það líka leikstjórinn og ástríða hans. Baltasar hefur ástríðu og ákveðna sýn. Ég hafði séð myndirnar hans og vissi að hann hefði einstaka rödd og það veldur því að mig langar til að vinna með honum,“ segir Whitaker. Whitaker fylgist með stjórnmálum í heimalandi sínu. Hann segir stríðsrekstur Bandaríkjamanna áhyggjuefni og hann vonast eftir nýjum tímum heima fyrir. „Vonandi fáum við forseta sem einbeitir sér að vandamálunum heima fyrir og finnst ekki að hann geti kúgað mismunandi heimshluta.“ Hægt er að horfa á ítarlegra viðtal við Forest Whitaker úr Íslandi í dag með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira