Viðtal við Forest Whitaker 7. september 2004 00:01 Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, skartar hinum heimsfræga leikara, Forest Whitaker. Hann segist hafa hrifist af handriti Baltasars og fyrri verkum hans og því ákveðið að slá til og leika í myndinni. Whitaker vonast eftir breyttum tímum í Bandaríkjunum eftir forsetakosningarnar í nóvember. Forest Whitaker er 43ja ára gamall. Hann hefur leikið í tugum kvikmynda á rúmum tuttugu ára ferli. Whitaker segir að hann hafi fengið handritið að mynd Baltasars fyrir tveimur árum og hrifist af. Hann viðurkennir að þrátt fyrir áratuga vináttu sína við Sigurjón Sighvatsson, framleiðanda myndarinnar, þá hafi hann ekki vitað mikið um Ísland áður en hann kom hingað. „Það eina sem ég vissi var að það væri fallegt hérna og að hér væri góð tónlist. Einnig að Grænland væri kalt og Ísland grænt, þetta sem allir segja,“ segir leikarinn. Whitaker hefur leikið í stórmyndum á borð við Platoon, The Crying Game, Panic Room og Phone Booth en hann tekur einnig oft að sér hlutverk í litlum kvikmyndum. Hann segist fyrst og fremst treysta á tilfinningu sína við hlutverkaval. „Ég er alltaf að reyna að vaxa og reyni því að finna eitthvað sem hjálpar mér við það. Oft er það líka leikstjórinn og ástríða hans. Baltasar hefur ástríðu og ákveðna sýn. Ég hafði séð myndirnar hans og vissi að hann hefði einstaka rödd og það veldur því að mig langar til að vinna með honum,“ segir Whitaker. Whitaker fylgist með stjórnmálum í heimalandi sínu. Hann segir stríðsrekstur Bandaríkjamanna áhyggjuefni og hann vonast eftir nýjum tímum heima fyrir. „Vonandi fáum við forseta sem einbeitir sér að vandamálunum heima fyrir og finnst ekki að hann geti kúgað mismunandi heimshluta.“ Hægt er að horfa á ítarlegra viðtal við Forest Whitaker úr Íslandi í dag með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, skartar hinum heimsfræga leikara, Forest Whitaker. Hann segist hafa hrifist af handriti Baltasars og fyrri verkum hans og því ákveðið að slá til og leika í myndinni. Whitaker vonast eftir breyttum tímum í Bandaríkjunum eftir forsetakosningarnar í nóvember. Forest Whitaker er 43ja ára gamall. Hann hefur leikið í tugum kvikmynda á rúmum tuttugu ára ferli. Whitaker segir að hann hafi fengið handritið að mynd Baltasars fyrir tveimur árum og hrifist af. Hann viðurkennir að þrátt fyrir áratuga vináttu sína við Sigurjón Sighvatsson, framleiðanda myndarinnar, þá hafi hann ekki vitað mikið um Ísland áður en hann kom hingað. „Það eina sem ég vissi var að það væri fallegt hérna og að hér væri góð tónlist. Einnig að Grænland væri kalt og Ísland grænt, þetta sem allir segja,“ segir leikarinn. Whitaker hefur leikið í stórmyndum á borð við Platoon, The Crying Game, Panic Room og Phone Booth en hann tekur einnig oft að sér hlutverk í litlum kvikmyndum. Hann segist fyrst og fremst treysta á tilfinningu sína við hlutverkaval. „Ég er alltaf að reyna að vaxa og reyni því að finna eitthvað sem hjálpar mér við það. Oft er það líka leikstjórinn og ástríða hans. Baltasar hefur ástríðu og ákveðna sýn. Ég hafði séð myndirnar hans og vissi að hann hefði einstaka rödd og það veldur því að mig langar til að vinna með honum,“ segir Whitaker. Whitaker fylgist með stjórnmálum í heimalandi sínu. Hann segir stríðsrekstur Bandaríkjamanna áhyggjuefni og hann vonast eftir nýjum tímum heima fyrir. „Vonandi fáum við forseta sem einbeitir sér að vandamálunum heima fyrir og finnst ekki að hann geti kúgað mismunandi heimshluta.“ Hægt er að horfa á ítarlegra viðtal við Forest Whitaker úr Íslandi í dag með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira