Sundabrautin sett í forgang 7. september 2004 00:01 Ekki verður ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut á næstu árum. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður samgöngunefndar, segir að Sundabrautin verði sett í forgang. "Við teljum að Sundabrautin sé eitt brýnasta verkefnið í stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu," segir Árni Þór. "Við viljum tengja betur norðurbyggðir svæðisins við miðborgina og Sundabrautin mun auðvitað létta álagið á Vesturlandsveg og Miklubraut." Árni Þór segir borgaryfirvöld telja skynsamlegra að sjá hvaða áhrif Sundabrautin muni hafa á gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar áður en ráðist verði í kostnaðarsamar framkvæmdir á þeim gatnamótum. Þriggja hæða gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut kosti um þrjá milljarða króna. "Það þarf að skoða umferðarmálin heildstætt en ekki bara einstaka hnúta í umferðarkerfinu. Við vitum til dæmis ekki hvaða áhrif mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar myndu hafa við Lönguhlíð. Það getur verið að vandinn myndi einfaldlega flytjast þangað, sem gæti leitt til þess að við þyrftum að leggja út í aðra kostnaðarsama lausn á þeim gatnamótum." Árni Þór segir að undirbúningur nýrrar Sundabrautar sé kominn lengra á veg en mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. "Sundabrautin er í umhverfismati og það er styttra í að það liggi fyrir niðurstaða úr því mati en mati á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ég tel að okkur ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði að taka ákvörðun um legu Sundabrautar í vetur og hefjast handa við hönnun á þeirri framkvæmd." Árni Þór segir að kostnaður við Sundabrautina sé um sjö til átta milljarðar króna. Ef allt gangi að óskum ætti hún að geta verið tilbúin eftir þrjú til fjögur ár. Aðspurður segir Árni Þór að þar með sé ekki sagt að ekkert verði að gert á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Hugsanlega verði gerð svokölluð plan-gatnamót en þá eru sér ljós fyrir alla beygjuásana. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ekki verður ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut á næstu árum. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður samgöngunefndar, segir að Sundabrautin verði sett í forgang. "Við teljum að Sundabrautin sé eitt brýnasta verkefnið í stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu," segir Árni Þór. "Við viljum tengja betur norðurbyggðir svæðisins við miðborgina og Sundabrautin mun auðvitað létta álagið á Vesturlandsveg og Miklubraut." Árni Þór segir borgaryfirvöld telja skynsamlegra að sjá hvaða áhrif Sundabrautin muni hafa á gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar áður en ráðist verði í kostnaðarsamar framkvæmdir á þeim gatnamótum. Þriggja hæða gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut kosti um þrjá milljarða króna. "Það þarf að skoða umferðarmálin heildstætt en ekki bara einstaka hnúta í umferðarkerfinu. Við vitum til dæmis ekki hvaða áhrif mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar myndu hafa við Lönguhlíð. Það getur verið að vandinn myndi einfaldlega flytjast þangað, sem gæti leitt til þess að við þyrftum að leggja út í aðra kostnaðarsama lausn á þeim gatnamótum." Árni Þór segir að undirbúningur nýrrar Sundabrautar sé kominn lengra á veg en mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. "Sundabrautin er í umhverfismati og það er styttra í að það liggi fyrir niðurstaða úr því mati en mati á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ég tel að okkur ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði að taka ákvörðun um legu Sundabrautar í vetur og hefjast handa við hönnun á þeirri framkvæmd." Árni Þór segir að kostnaður við Sundabrautina sé um sjö til átta milljarðar króna. Ef allt gangi að óskum ætti hún að geta verið tilbúin eftir þrjú til fjögur ár. Aðspurður segir Árni Þór að þar með sé ekki sagt að ekkert verði að gert á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Hugsanlega verði gerð svokölluð plan-gatnamót en þá eru sér ljós fyrir alla beygjuásana.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira