Framsóknarmenn sáttastir 2. september 2004 00:01 Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups fyrir septembermánuð, þar sem spurt var um viðhorf til kvótakerfisins og afstöðu fólks til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum, eru stuðningsmenn Framsóknarflokksins sáttastir við óbreytt fyrirkomulag í þessum málaflokkum . Einungis 16 prósent þeirra sögðust styðja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og um 40 prósent þeirra segjast ánægð með kvótakerfið. Framsóknarmenn skera sig nokkuð úr þegar borið er saman við heildarniðurstöður. Þannig bendir könnunin til að einungis 18 prósent þjóðarinnar séu ánægð með kvótakerfið og að þriðjungur hennar vilji gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan. Stuðningur við frjálsan innflutning fer vaxandi. Síðast var spurt um viðhorf til kvótakerfisins árið 1998. Um 64 prósent sögðust óánægð með kvótakerfið nú í stað nærri 72 pósenta árið 1998. Ánægjan hefur að sama skapi aukist um 6 prósent, en hún var 12 prósent árið 1998 og mælist 18 prósent nú. Um 18 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið. Sjálfstæðismenn eru næstánægðastir með kerfið, á eftir framsóknarmönnum, en um 29 prósent þeirra sögðust sátt. Hins vegar styðja einungis 11 prósent Samfylkingarfólks kvótakerfið og 5 prósent vinstri grænna. Karlar virðast mun ánægðari með kerfið en konur. Um 25 prósent karla styðja það, en einungis 10 prósent kvenna. Gallup hefur spurt um viðhorf til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum reglulega síðan 1993. Þá vildu 23 prósent frjálsan innflutning og 31 prósent var alfarið á móti. Nú styður um þriðjungur þjóðarinnar frelsið og andstaðan er komin niður í 25 prósent. Mikill munur mælist á afstöðu kynjanna til málsins. Um 41 prósent karla er alfarið fylgjandi frjálsum innflutningi en einungis 24 prósent kvenna. Það eru helst stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem vill frjálsan innflutning. Um 43 prósent þeirra eru fylgjandi því. Um 36 prósent sjálfstæðismanna vilja frjálsan innflutning og vinstri grænir virðast ekki vera svo mótfallnir hugmyndinni heldur, a.m.k. ekki miðað við framsóknarmenn. Um 28 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja frjálsan innflutning, en einungis 16 prósent framsóknarmanna, eins og áður segir. Könnunin var gerð dagana 11. til 24. ágúst. Úrtakið var 1.217 manns á aldrinum 18 til 75 ára, og var það valið með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var um 62%. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups fyrir septembermánuð, þar sem spurt var um viðhorf til kvótakerfisins og afstöðu fólks til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum, eru stuðningsmenn Framsóknarflokksins sáttastir við óbreytt fyrirkomulag í þessum málaflokkum . Einungis 16 prósent þeirra sögðust styðja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og um 40 prósent þeirra segjast ánægð með kvótakerfið. Framsóknarmenn skera sig nokkuð úr þegar borið er saman við heildarniðurstöður. Þannig bendir könnunin til að einungis 18 prósent þjóðarinnar séu ánægð með kvótakerfið og að þriðjungur hennar vilji gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan. Stuðningur við frjálsan innflutning fer vaxandi. Síðast var spurt um viðhorf til kvótakerfisins árið 1998. Um 64 prósent sögðust óánægð með kvótakerfið nú í stað nærri 72 pósenta árið 1998. Ánægjan hefur að sama skapi aukist um 6 prósent, en hún var 12 prósent árið 1998 og mælist 18 prósent nú. Um 18 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið. Sjálfstæðismenn eru næstánægðastir með kerfið, á eftir framsóknarmönnum, en um 29 prósent þeirra sögðust sátt. Hins vegar styðja einungis 11 prósent Samfylkingarfólks kvótakerfið og 5 prósent vinstri grænna. Karlar virðast mun ánægðari með kerfið en konur. Um 25 prósent karla styðja það, en einungis 10 prósent kvenna. Gallup hefur spurt um viðhorf til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum reglulega síðan 1993. Þá vildu 23 prósent frjálsan innflutning og 31 prósent var alfarið á móti. Nú styður um þriðjungur þjóðarinnar frelsið og andstaðan er komin niður í 25 prósent. Mikill munur mælist á afstöðu kynjanna til málsins. Um 41 prósent karla er alfarið fylgjandi frjálsum innflutningi en einungis 24 prósent kvenna. Það eru helst stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem vill frjálsan innflutning. Um 43 prósent þeirra eru fylgjandi því. Um 36 prósent sjálfstæðismanna vilja frjálsan innflutning og vinstri grænir virðast ekki vera svo mótfallnir hugmyndinni heldur, a.m.k. ekki miðað við framsóknarmenn. Um 28 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja frjálsan innflutning, en einungis 16 prósent framsóknarmanna, eins og áður segir. Könnunin var gerð dagana 11. til 24. ágúst. Úrtakið var 1.217 manns á aldrinum 18 til 75 ára, og var það valið með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var um 62%.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira