Reynslulausir í spillingarmálum 2. september 2004 00:01 Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels