Reynslulausir í spillingarmálum 2. september 2004 00:01 Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira