Innlent

Var ekki lífgjöfinni feginn

Það var heldur vanþakklát lífgjöf sem sjúkralið á sjúkrahúsi Ísafjarðar veittu manni aðfaranótt laugardags. Klukkan fjögur um nóttina var tilkynnt um líkamsárás fyrir framan veitingahúsið Sjallan. Áður en lögreglan komst úr húsi voru slagsmálahundarnir tveir mættir á stöðina, annar þeirra greinilega í andnauð. Var manninum ekið í snarhasti á sjúrkahús. Þegar maðurinn náði andanum varð hann þó ekki lífgjöfinni feginn heldur rann á hann æði þannig að vista þurfti hann í fangageymslu yfir nóttina. Þá hafði hann bitið einn lögreglumann og margsinnis reynt að bíta þá sem voru að aðstoða hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×