Innlent

Strokufangi af Litla Hrauni

MYND/Vísir
28 ára gamall fangi á Litla Hrauni slapp þaðan í gær um kvöldmatarleyti. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er maðurinn um það bil 160 sentímetrar á hæð, grannur og krúnurakaður. Lögreglan á Selfossi, í Reykjavík og Hafnarfirði settu þegar upp vegatálma á öllum leiðum til og frá fangelsinu og stöðvuðu alla bíla sem áttu leið um en fundu ekki manninn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Selfossi sást til mannsins í höfuðborginni um klukkan 11 í gærkvöldi og var leit að honum þá hætt. Lögreglan í Reykjavík segist þó áfram vera með allar klær úti til að handsama manninn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×