Innlent

Eldur í Bílskúr á Patreksfirði

Eldur kviknaði í bílskúr við Strandgötu á Patreksfirði á sunnudagskvöld. Húsráðendur urðu eldsins varir, en bílskúrinn og íbúðarhúsið sem stendur aðeins um metra frá skúrnum, eru úr timbri. Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna þess að börn hafi verið að fikta með eldspýtur. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði gekk slökkvistarf mjög vel, en aðeins liðu um tuttugu mínútur frá því að tilkynnt var um eldinn þar til að slökkvistarfi var lokið. Eigandi bílskúrsins hljóp strax til og lokaði bílskúrnum til að hindra súrefnisflæði að eldinum. Skúrinn var svo ekki opnaður fyrr en slökkviliðið kom á staðinn örfáum mínútum síðar. Viðbrögð eiganda skúrsins voru hárrétt, að sögn lögreglu og auðvelduðu slökkvistarfið til muna. Eldurinn náði ekki að íbúðarhúsinu, en mikið tjón varð á bílskúrnum við brunann, bæði sökum elds, sóts og reyks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×