Innlent

Eldurinn slökktur í Austurbrún

Búið er að slökkva eld sem kom upp í fjölbýlishúsi við Austurbrún 6 í Reykjavík á tólfta tímanum. Eldurinn var í íbúð á þriðju hæð hússins og lagði reyk um allt húsið. Slökkviliðsmenn eru nú að reykræsta húsið. Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent að húsinu upp úr klukkan ellefu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en fólk flúði út vegna reyksins sem lagði um allt hús. Engan sakaði að völdum eldsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×