Innlent

Karlar vinna ekki á fæðingagangi

Körlum er meinað að vinna við ummönnun og aðstoð ljósmæðra á fæðingagangi Landspítalans - háskólasjúkrahúsi. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að leyfilegt hafi verið að hafna umsóknar karlmanns sem sótti um starfið þegar starf hans við býtibúr og ræstingar innan deildarinnar var lagt niður. Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar, segir óheppilegt að fagþekking ákvarði hvort í lagi sé að karl eða kona sinni störfum innan deilda, sérstaklega á stöðum þar sem bæði kynin vinni alla jafa. "Ef finna á dómnum einhverja réttlætingu held ég að svona niðurstaða liggi frekar á tilfinningalegum nótum en því að hann sé byggður á faglegum grunni. Kvenlækningar er örugglega mjög viðkvæmt svið, en þó sérstakt sé vinna karlar á þessu sviði," segir Sigurður. Maðurinn starfaði með fjórum konum sem allar tóku við breyttu starfi innan deildarinnar eftir námskeiðahald. Í starfinu felst meðal annars að hagræða barni við brjóst mæðra, vera ljósmæðrum innan handar með aðföng við deyfingu og saumaskap eftir fæðingu og aðstoða konur að fara upp í kvenskoðunarstellingu í og eftir fæðingu. Manninum var tjáð að hann væri fullkomlega hæfur í starfið en fengi það ekki þar sem hann væri karlmaður. Ástæðan var sú að konur og aðstandendur þeirra frjábiðji sér oft að karlmenn séu viðstaddir fæðingu. Honum var boðin staða við ræstingar sem hann þáði ekki vegna lækkunar í launum. Margrét Hallgrímsson, sviðstjóri kvennasviðs Landspítalans - háskólasjúkrahúss, segir ávörðun um stöðuráðninguna hafa verið erfiða. "Æ fleiri konur fara fram á að karlmaður komi ekki að fæðingu hjá þeim og þá oft af trúarlegum ástæðum. Þar sem aðeins einn sérhæfður starfsmaður á þessu sviði sinnir hverri vakt hefði ekki verið hægt að koma til móts við óskir kvennanna," segir Margrét.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×