Innlent

Bílvelta á Snæfellsnesi

Ökumaður og barn sluppu lítið meidd þegar bíll þeirra valt út af þjóðveginum á móts við Dalsmynni á sunnanverðu Snæfellsnesi undir kvöld í gær. Bæði voru flutt á sjúkrahúsið í Stykkishólmi og fékk ökumaður að fara heim að aðhlynningu lokinni en barnið var vistað þar í nótt undir eftirliti. Bíllinn er stór skemmdur en ökumaður var í bílelti og barnið tryggilega fest í barnastól, sem talið er að hafi orðið þeim til bjargar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×