Þriðjungur tekna í sekt í þrjú ár 29. ágúst 2004 00:01 Lilja G. Jóhannsdóttir hefur verið dæmd til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að keyra undir áhrifum svefnlyfja sem eru henni nauðsynleg vegna lugnasjúkdóms og svefntruflana. Hún samdi um skuldina og greiðir þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum til ríkissins í þrjú ár. Ömundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir efnaminni einstaklinga hljóta þyngri dóm en sterkefnaðri þegar komi til fjársekta. "Fólk er látið sæta fjársektum í refsingarskyni þannig að það finni fyrir því í pyngjunni. Það segir sig sjálft að einstaklingur sem hefur mjög lágar tekjur, svo ekki sé minnst á þá sem hafa allra lægstu tekjurnar, finna miklu meira fyrir sektum en sá sem býr við mjög góð kjör. Þannig að það má segja að refsingin sé misþung hvað þetta varðar," segir Ögmundur og bætir við: "Mér finnst koma til greina að skoða tekjutengingu fjársekta og leita þá fordæma í útlöndum þar sem slíkt tíðkast." Lögregla stöðvaði för Lilju við Bláfjallaafleggjara síðdegis föstudags í júlí í fyrrasumar og kvartaði undan of hægum akstri hennar. "Ég var á svona 70 kílómetra hraða. Þeir létu mig blása í blöðru sem sýndi engin merki ölvunar en ég nota svefnlyf og þau komu fram," segir Lilja. Í kjölfarið hafi hún verið send í blóðprufu í Kópavogi. Hún hafi ekki heyrt um niðurstöðu hennar fyrr en í maí þegar hún var boðuð í réttarsal. Þar var hún dæmd til að greiða 300 hundruð þúsund króna sekt. Þá missir hún einnig bílprófið í fjóra mánuði. Lilja leitaði ráða hjá lögfræðingi sínum sem benti henni á að semja um greiðslufyrirkomulag skuldarinnar: "Ég gerði það en ég hef svo lítið milli handanna þannig að ég vildi greiða fimm þúsund krónur á mánuði. Það fannst lögreglunni of lítið svo ég teygði mig í tíu þúsund. Nú á ég ekki fyrir mat. Ég hef 70 þúsund krónur á mánuði. Af því greiði ég helming í lífeyrissjóðslán og því lítið sem stendur eftir til að lifa fyrir." Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Lilja G. Jóhannsdóttir hefur verið dæmd til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að keyra undir áhrifum svefnlyfja sem eru henni nauðsynleg vegna lugnasjúkdóms og svefntruflana. Hún samdi um skuldina og greiðir þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum til ríkissins í þrjú ár. Ömundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir efnaminni einstaklinga hljóta þyngri dóm en sterkefnaðri þegar komi til fjársekta. "Fólk er látið sæta fjársektum í refsingarskyni þannig að það finni fyrir því í pyngjunni. Það segir sig sjálft að einstaklingur sem hefur mjög lágar tekjur, svo ekki sé minnst á þá sem hafa allra lægstu tekjurnar, finna miklu meira fyrir sektum en sá sem býr við mjög góð kjör. Þannig að það má segja að refsingin sé misþung hvað þetta varðar," segir Ögmundur og bætir við: "Mér finnst koma til greina að skoða tekjutengingu fjársekta og leita þá fordæma í útlöndum þar sem slíkt tíðkast." Lögregla stöðvaði för Lilju við Bláfjallaafleggjara síðdegis föstudags í júlí í fyrrasumar og kvartaði undan of hægum akstri hennar. "Ég var á svona 70 kílómetra hraða. Þeir létu mig blása í blöðru sem sýndi engin merki ölvunar en ég nota svefnlyf og þau komu fram," segir Lilja. Í kjölfarið hafi hún verið send í blóðprufu í Kópavogi. Hún hafi ekki heyrt um niðurstöðu hennar fyrr en í maí þegar hún var boðuð í réttarsal. Þar var hún dæmd til að greiða 300 hundruð þúsund króna sekt. Þá missir hún einnig bílprófið í fjóra mánuði. Lilja leitaði ráða hjá lögfræðingi sínum sem benti henni á að semja um greiðslufyrirkomulag skuldarinnar: "Ég gerði það en ég hef svo lítið milli handanna þannig að ég vildi greiða fimm þúsund krónur á mánuði. Það fannst lögreglunni of lítið svo ég teygði mig í tíu þúsund. Nú á ég ekki fyrir mat. Ég hef 70 þúsund krónur á mánuði. Af því greiði ég helming í lífeyrissjóðslán og því lítið sem stendur eftir til að lifa fyrir."
Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira