Innlent

Fékk flösku í andlitið

Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt, annar fyrir að slá mann með flösku í andlitið en hinn fyrir ölvunarakstur. Fórnarlamb líkamsárásarinnar hlaut skurði í andliti en er þó ekki alvarlega slasaður. Lögreglan á Selfossi tók 25 ökuþóra fyrir of hraðan akstur síðastliðinn sólarhring, þar af fimm sem óku á yfir 120 kílómetra hraða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×