Innlent

Uppskeruhátíð í Grasagarðinum

Árleg uppskeruhátíð fer fram í Grasagarði Reykjavíkur í dag. Frá klukkan eitt hefur gestum og gangandi verið boðið upp á fræðslu um matjurtaræktun og einstakar tegundir mat-, krydd- og lækningajurta. Nú klukkan þrjú var svo slegið upp hlaðborði með öllum tegundunum í nytjajurtagarðinum og er gestum boðið að bragða á uppskerunni til klukkan fimm og því um að gera fyrir þá sem eru á ferðinni að renna við í Laugardalnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×