Innlent

Dýrum leikfangabílum stolið

Fimm rafstýrðum bensínknúnum leikfangabílum var stolið úr versluninni Tómstundahúsinu í austurborg Reykjavíkur í nótt. Andvirði bílanna er allverulegt eða hátt í tvær milljónir króna. Ekki er vitað hvort einn eða fleiri voru að verki en rúða verslunarinnar var brotin við verknaðinn. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um innbrotið klukkan hálf fjögur í nótt og er málið í rannsókn. Síðasta föstudagskvöld ágústmánaðar var að öðru leyti afskaplega rólegt hjá lögreglu um allt land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×