Innlent

Kærður fyrir kynferðisofbeldi

Fjörutíu og sex ára gamall maður er grunaður um að hafa beitt stúlku á ellefta ári kynferðislegu ofbeldi í Stykkishólmi þegar Danskir dagar voru haldnir þar fyrr í mánuðinum. Málið var kært til lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að lögreglan í Stykkishólmi vildi ná tali af konu sem hafði fylgt stelpunni frá Laufásvegi í Stykkishólmi að tjaldstæðinu þar í bæ. Konan hafði samband við lögregluna snemma í gærmorgun eftir að hafa lesið fréttina og gat því styrkt framburð stúlkunnar. Stúlkan er frá Reykjavík og var gestkomandi í Stykkishólmi ásamt foreldrum sínum. Foreldrar hennar gistu á tjaldsvæðum en hún í heimahúsi í bænum. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn var einnig gestkomandi í bænum og gisti í sama húsi og stúlkan. Hún yfirgaf húsið og hjálpaði konan henni að komast á tjaldstæðin til foreldra sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×