Innlent

Færri á fundum Heimdallar

Mikillar óánægju gætir meðal fjórtán félaga fyrrum jafnréttis- og frjálshyggjudeildar í Heimdalli; félags ungra Sjálfstæðismanna. Nýkjörin stjórn ákvað að sameina deildirnar nýjum nefndum félagsins án samráðs við nefndarmenn. Helga Björvinsdóttir Bjargardóttir, formaður fyrrum jafnréttisdeildar, segir deildinar innan félagsins hafa meiri völd en nefndir. Þær hafi stjórn og rétt til setu á fundum stjórnar Heimdallar. Þann rétt hafi nefndirnar ekki. Heimdallur hafi ekki leyfi til að leggja deildirnar niður. Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar segir leiðinlegt að félagar deildanna taki breytingum innan Heimdallar svo illa. Nýkjörin stjórn hljóti að hafa umboð til að móta stefnu hans. Félögum deildanna hafi verið boðið að taka þátt í fjórum nýjum nefndum og undirnefndum félagsins. Helga segir vinnubrögð nýrrar stjórnar síst til þess fallin að efla félagið. Bolli hafi lýst ánægju með störf jafnréttisdeildarinnar sem sé svo lögð niður á næsta stjórnarfundi: "Við óskum eftir skýringum og ætlum að kæra til fulltrúaráðs Heimdallar því lög félagsins eru brotin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×