Selja ætti Símann sem allra fyrst 26. ágúst 2004 00:01 Samstaða er innan Sjálfstæðisflokksins að selja Landssímann sem fyrst, segir Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks. "Ég vona að salan verði sem allra fyrst og fyrir áramót," segir Einar Oddur. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, segir pólitískar ákvarðanir um tímasetningu og tillhögun sölu Landssímans ekki liggja fyrir og því sé ekki hægt að setja söluferli í gang. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Síminn verði ekki seldur fyrir áramót. Salan tæki þó líklega lengri tíma þótt menn einentu sér í söluna. Einar Oddur telur að fyrirtækið verði selt í heilu lagi. Baldur segir að um það hafi ekki verið tekið ákvörðun. Markmið sölunnar ráði því og það liggi ekki fyrir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir framkvæmd útboðsins skipta mestu máli fyrir einkavæðingu Símans. Hún telur að leita eigi tilboða og selja Símann hæstbjóðanda. Jón Þór Sturluson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, segir kaupverðið ekki aðalatriðið. "Það sem skiptir mestu máli við einkavæðingu er að skapa heilbrigða samkeppni í viðkomandi grein. Kaupverðið er ekki aðalatriðið. Það kemur margfalt til baka með óbeinum hætti; með hagnaði fyrirtækjanna eða ábata neytanda ef það tekst að skapa öfluga samkeppni," segir Jón Þór. Jón Þór segir mikilvægt að markmið ríkisstjórnarinnar séu skýr og þekkt fyrir útboðið. "Það er óheppilegt ef ríkið getur hopað frá sölunni. Reglurnar verða að vera vel kynntar svo flestir geti boðið í Símann. Það er ákaflega mikilvægt að erlendir aðilar hafi tækifæri til að bjóða í fyrirtækið því það setur pressu á innlenda fjárfesta." Jón Þór segir ekki eins mikilvægt nú og áður að peningar fyrir Símann komi erlendis frá. Íslenska fjármálaumhverfið sé orðið það alþjóðlegt og innlendir fjárfestar dragi að sér erlent fjármagn. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Samstaða er innan Sjálfstæðisflokksins að selja Landssímann sem fyrst, segir Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks. "Ég vona að salan verði sem allra fyrst og fyrir áramót," segir Einar Oddur. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, segir pólitískar ákvarðanir um tímasetningu og tillhögun sölu Landssímans ekki liggja fyrir og því sé ekki hægt að setja söluferli í gang. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Síminn verði ekki seldur fyrir áramót. Salan tæki þó líklega lengri tíma þótt menn einentu sér í söluna. Einar Oddur telur að fyrirtækið verði selt í heilu lagi. Baldur segir að um það hafi ekki verið tekið ákvörðun. Markmið sölunnar ráði því og það liggi ekki fyrir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir framkvæmd útboðsins skipta mestu máli fyrir einkavæðingu Símans. Hún telur að leita eigi tilboða og selja Símann hæstbjóðanda. Jón Þór Sturluson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, segir kaupverðið ekki aðalatriðið. "Það sem skiptir mestu máli við einkavæðingu er að skapa heilbrigða samkeppni í viðkomandi grein. Kaupverðið er ekki aðalatriðið. Það kemur margfalt til baka með óbeinum hætti; með hagnaði fyrirtækjanna eða ábata neytanda ef það tekst að skapa öfluga samkeppni," segir Jón Þór. Jón Þór segir mikilvægt að markmið ríkisstjórnarinnar séu skýr og þekkt fyrir útboðið. "Það er óheppilegt ef ríkið getur hopað frá sölunni. Reglurnar verða að vera vel kynntar svo flestir geti boðið í Símann. Það er ákaflega mikilvægt að erlendir aðilar hafi tækifæri til að bjóða í fyrirtækið því það setur pressu á innlenda fjárfesta." Jón Þór segir ekki eins mikilvægt nú og áður að peningar fyrir Símann komi erlendis frá. Íslenska fjármálaumhverfið sé orðið það alþjóðlegt og innlendir fjárfestar dragi að sér erlent fjármagn.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira