Selja ætti Símann sem allra fyrst 26. ágúst 2004 00:01 Samstaða er innan Sjálfstæðisflokksins að selja Landssímann sem fyrst, segir Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks. "Ég vona að salan verði sem allra fyrst og fyrir áramót," segir Einar Oddur. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, segir pólitískar ákvarðanir um tímasetningu og tillhögun sölu Landssímans ekki liggja fyrir og því sé ekki hægt að setja söluferli í gang. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Síminn verði ekki seldur fyrir áramót. Salan tæki þó líklega lengri tíma þótt menn einentu sér í söluna. Einar Oddur telur að fyrirtækið verði selt í heilu lagi. Baldur segir að um það hafi ekki verið tekið ákvörðun. Markmið sölunnar ráði því og það liggi ekki fyrir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir framkvæmd útboðsins skipta mestu máli fyrir einkavæðingu Símans. Hún telur að leita eigi tilboða og selja Símann hæstbjóðanda. Jón Þór Sturluson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, segir kaupverðið ekki aðalatriðið. "Það sem skiptir mestu máli við einkavæðingu er að skapa heilbrigða samkeppni í viðkomandi grein. Kaupverðið er ekki aðalatriðið. Það kemur margfalt til baka með óbeinum hætti; með hagnaði fyrirtækjanna eða ábata neytanda ef það tekst að skapa öfluga samkeppni," segir Jón Þór. Jón Þór segir mikilvægt að markmið ríkisstjórnarinnar séu skýr og þekkt fyrir útboðið. "Það er óheppilegt ef ríkið getur hopað frá sölunni. Reglurnar verða að vera vel kynntar svo flestir geti boðið í Símann. Það er ákaflega mikilvægt að erlendir aðilar hafi tækifæri til að bjóða í fyrirtækið því það setur pressu á innlenda fjárfesta." Jón Þór segir ekki eins mikilvægt nú og áður að peningar fyrir Símann komi erlendis frá. Íslenska fjármálaumhverfið sé orðið það alþjóðlegt og innlendir fjárfestar dragi að sér erlent fjármagn. Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Samstaða er innan Sjálfstæðisflokksins að selja Landssímann sem fyrst, segir Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks. "Ég vona að salan verði sem allra fyrst og fyrir áramót," segir Einar Oddur. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, segir pólitískar ákvarðanir um tímasetningu og tillhögun sölu Landssímans ekki liggja fyrir og því sé ekki hægt að setja söluferli í gang. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Síminn verði ekki seldur fyrir áramót. Salan tæki þó líklega lengri tíma þótt menn einentu sér í söluna. Einar Oddur telur að fyrirtækið verði selt í heilu lagi. Baldur segir að um það hafi ekki verið tekið ákvörðun. Markmið sölunnar ráði því og það liggi ekki fyrir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir framkvæmd útboðsins skipta mestu máli fyrir einkavæðingu Símans. Hún telur að leita eigi tilboða og selja Símann hæstbjóðanda. Jón Þór Sturluson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, segir kaupverðið ekki aðalatriðið. "Það sem skiptir mestu máli við einkavæðingu er að skapa heilbrigða samkeppni í viðkomandi grein. Kaupverðið er ekki aðalatriðið. Það kemur margfalt til baka með óbeinum hætti; með hagnaði fyrirtækjanna eða ábata neytanda ef það tekst að skapa öfluga samkeppni," segir Jón Þór. Jón Þór segir mikilvægt að markmið ríkisstjórnarinnar séu skýr og þekkt fyrir útboðið. "Það er óheppilegt ef ríkið getur hopað frá sölunni. Reglurnar verða að vera vel kynntar svo flestir geti boðið í Símann. Það er ákaflega mikilvægt að erlendir aðilar hafi tækifæri til að bjóða í fyrirtækið því það setur pressu á innlenda fjárfesta." Jón Þór segir ekki eins mikilvægt nú og áður að peningar fyrir Símann komi erlendis frá. Íslenska fjármálaumhverfið sé orðið það alþjóðlegt og innlendir fjárfestar dragi að sér erlent fjármagn.
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira