Leiðtogafundur jafnaðarmanna 8. ágúst 2004 00:01 Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira