Leiðtogafundur jafnaðarmanna 8. ágúst 2004 00:01 Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira