Myndi tryggja hagsmuni Íslendinga 8. ágúst 2004 00:01 Formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndunum hafa ákveðið að kannað verði innan Evrópusambandsins hvort það væri geranlegt að sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði verði sett á Norður-Atlantshafi. Var þetta meginniðurstaða fundar formanna jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum sem haldinn var í Viðey í gær. Að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er þetta ákaflega mikilvægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í Evrópusambandið og gæti tryggt fullt forræði Íslendinga yfir auðlindum hafsins. "Þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettir menn, ýmist forsætisráðherrar eða verðandi forsætisráðherrar, taka undir með formlegum hætti að þessi hugmynd Íslendinga sé raunhæf," segir Össur. Hann telur að í framhaldinu sé nauðsynlegt að vinna þessari hugmynd frekara brautargengi. "Þarna er um dæmigert verkefni að ræða sem ríkisstjórn og stjórnarandstaðan, að minnsta kosti samfylkingin, geta unnið að hvor eftir sínum leiðum. Samfylkingin mun halda áfram að nota sín ríku alþjóðlegu tengsl í gegnum jafnaðarmannaflokkana, sem er einn áhrifamesti flokkahópurinn innan ESB, til að auka skilning á henni. Ríkisstjórnin getur eftir sínum leiðum, í beinum samræðum við forystumenn annarra þjóða, sömuleiðis unnið henni fylgi eins og Halldór Ásgrímsosn hefur vissulega gert," segir Össur. Hann segir fund jafnaðarmannanna hafa verið ákaflega mikilvægan og til marks um hvernig íslenskir stjórnmálaflokkar geti unnið að íslenskum hagsmunum með það fyrir augum að efla samstöðuna þegar kemur að því að við þurfum hugsanlega að sækja um aðild. "Sömuleiðis var það mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æskilegt sé að Norðurlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusambandsins," segir Össur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndunum hafa ákveðið að kannað verði innan Evrópusambandsins hvort það væri geranlegt að sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði verði sett á Norður-Atlantshafi. Var þetta meginniðurstaða fundar formanna jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum sem haldinn var í Viðey í gær. Að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er þetta ákaflega mikilvægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í Evrópusambandið og gæti tryggt fullt forræði Íslendinga yfir auðlindum hafsins. "Þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettir menn, ýmist forsætisráðherrar eða verðandi forsætisráðherrar, taka undir með formlegum hætti að þessi hugmynd Íslendinga sé raunhæf," segir Össur. Hann telur að í framhaldinu sé nauðsynlegt að vinna þessari hugmynd frekara brautargengi. "Þarna er um dæmigert verkefni að ræða sem ríkisstjórn og stjórnarandstaðan, að minnsta kosti samfylkingin, geta unnið að hvor eftir sínum leiðum. Samfylkingin mun halda áfram að nota sín ríku alþjóðlegu tengsl í gegnum jafnaðarmannaflokkana, sem er einn áhrifamesti flokkahópurinn innan ESB, til að auka skilning á henni. Ríkisstjórnin getur eftir sínum leiðum, í beinum samræðum við forystumenn annarra þjóða, sömuleiðis unnið henni fylgi eins og Halldór Ásgrímsosn hefur vissulega gert," segir Össur. Hann segir fund jafnaðarmannanna hafa verið ákaflega mikilvægan og til marks um hvernig íslenskir stjórnmálaflokkar geti unnið að íslenskum hagsmunum með það fyrir augum að efla samstöðuna þegar kemur að því að við þurfum hugsanlega að sækja um aðild. "Sömuleiðis var það mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æskilegt sé að Norðurlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusambandsins," segir Össur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira