Myndi tryggja hagsmuni Íslendinga 8. ágúst 2004 00:01 Formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndunum hafa ákveðið að kannað verði innan Evrópusambandsins hvort það væri geranlegt að sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði verði sett á Norður-Atlantshafi. Var þetta meginniðurstaða fundar formanna jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum sem haldinn var í Viðey í gær. Að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er þetta ákaflega mikilvægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í Evrópusambandið og gæti tryggt fullt forræði Íslendinga yfir auðlindum hafsins. "Þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettir menn, ýmist forsætisráðherrar eða verðandi forsætisráðherrar, taka undir með formlegum hætti að þessi hugmynd Íslendinga sé raunhæf," segir Össur. Hann telur að í framhaldinu sé nauðsynlegt að vinna þessari hugmynd frekara brautargengi. "Þarna er um dæmigert verkefni að ræða sem ríkisstjórn og stjórnarandstaðan, að minnsta kosti samfylkingin, geta unnið að hvor eftir sínum leiðum. Samfylkingin mun halda áfram að nota sín ríku alþjóðlegu tengsl í gegnum jafnaðarmannaflokkana, sem er einn áhrifamesti flokkahópurinn innan ESB, til að auka skilning á henni. Ríkisstjórnin getur eftir sínum leiðum, í beinum samræðum við forystumenn annarra þjóða, sömuleiðis unnið henni fylgi eins og Halldór Ásgrímsosn hefur vissulega gert," segir Össur. Hann segir fund jafnaðarmannanna hafa verið ákaflega mikilvægan og til marks um hvernig íslenskir stjórnmálaflokkar geti unnið að íslenskum hagsmunum með það fyrir augum að efla samstöðuna þegar kemur að því að við þurfum hugsanlega að sækja um aðild. "Sömuleiðis var það mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æskilegt sé að Norðurlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusambandsins," segir Össur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndunum hafa ákveðið að kannað verði innan Evrópusambandsins hvort það væri geranlegt að sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði verði sett á Norður-Atlantshafi. Var þetta meginniðurstaða fundar formanna jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum sem haldinn var í Viðey í gær. Að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er þetta ákaflega mikilvægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í Evrópusambandið og gæti tryggt fullt forræði Íslendinga yfir auðlindum hafsins. "Þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettir menn, ýmist forsætisráðherrar eða verðandi forsætisráðherrar, taka undir með formlegum hætti að þessi hugmynd Íslendinga sé raunhæf," segir Össur. Hann telur að í framhaldinu sé nauðsynlegt að vinna þessari hugmynd frekara brautargengi. "Þarna er um dæmigert verkefni að ræða sem ríkisstjórn og stjórnarandstaðan, að minnsta kosti samfylkingin, geta unnið að hvor eftir sínum leiðum. Samfylkingin mun halda áfram að nota sín ríku alþjóðlegu tengsl í gegnum jafnaðarmannaflokkana, sem er einn áhrifamesti flokkahópurinn innan ESB, til að auka skilning á henni. Ríkisstjórnin getur eftir sínum leiðum, í beinum samræðum við forystumenn annarra þjóða, sömuleiðis unnið henni fylgi eins og Halldór Ásgrímsosn hefur vissulega gert," segir Össur. Hann segir fund jafnaðarmannanna hafa verið ákaflega mikilvægan og til marks um hvernig íslenskir stjórnmálaflokkar geti unnið að íslenskum hagsmunum með það fyrir augum að efla samstöðuna þegar kemur að því að við þurfum hugsanlega að sækja um aðild. "Sömuleiðis var það mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æskilegt sé að Norðurlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusambandsins," segir Össur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira