Ræddi Evrópumál við Halldór 7. ágúst 2004 00:01 Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Vanhanen er staddur hér í opinberri heimsókn en Halldór tekur á móti honum sem starfandi forsætisráðherra. Halldór sagði fund þeirra hafa verið góðan, þeir hafi rætt samskipti landanna, aukna verslun og viðskipti þeirra á milli, Evrópumál, Atlantshafsbandalagið og alþjóðamál. Vanhanen sagði reynslu Finna af Evrópusambandinu góða, sérstaklega eftir stækkunina sem hafi auðveldað mjög mikið innan sambandsins. Hann sagði einnig að tengsl Finna við Eystrasaltsríkin væru sífellt að aukast en lagði áherslu á mikilvægi norræns samstarfs. Vanhanen ræddi stöðuna í norrænu samstarfi þar sem þrjár Norðulandaþjóðanna eru í ESB og þrjár þeirra eru í NATO. Hann sagði þetta ekki hamla samskiptum landanna á nokkurn hátt og það væri ekki á döfinni að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu. "Við viljum þróa samstarf okkar við Atlantshafsbandalagið, sem hefur verið farsælt, en höfum ekki í hyggju að ganga í það." Aðspurður hvort hann teldi það nauðsynlegt fyrir Ísland og Noreg að ganga í ESB í náinni framtíð sagði Vanhanen að það þyrfti hvert ríki fyrir sig að ákveða sjálft. Hann skilur hins vegar að Íslendingar séu uggandi vegna hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins. Þetta er fyrsta heimsókn Vanhanen til Íslands í forsætisráðherratíð sinni en hann hefur komið tvisvar áður hingað til lands. Opinberri dagskrá heimsóknarinnar lýkur í dag með ferð hans og utanríkisráðherra í Bláa lónið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Vanhanen er staddur hér í opinberri heimsókn en Halldór tekur á móti honum sem starfandi forsætisráðherra. Halldór sagði fund þeirra hafa verið góðan, þeir hafi rætt samskipti landanna, aukna verslun og viðskipti þeirra á milli, Evrópumál, Atlantshafsbandalagið og alþjóðamál. Vanhanen sagði reynslu Finna af Evrópusambandinu góða, sérstaklega eftir stækkunina sem hafi auðveldað mjög mikið innan sambandsins. Hann sagði einnig að tengsl Finna við Eystrasaltsríkin væru sífellt að aukast en lagði áherslu á mikilvægi norræns samstarfs. Vanhanen ræddi stöðuna í norrænu samstarfi þar sem þrjár Norðulandaþjóðanna eru í ESB og þrjár þeirra eru í NATO. Hann sagði þetta ekki hamla samskiptum landanna á nokkurn hátt og það væri ekki á döfinni að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu. "Við viljum þróa samstarf okkar við Atlantshafsbandalagið, sem hefur verið farsælt, en höfum ekki í hyggju að ganga í það." Aðspurður hvort hann teldi það nauðsynlegt fyrir Ísland og Noreg að ganga í ESB í náinni framtíð sagði Vanhanen að það þyrfti hvert ríki fyrir sig að ákveða sjálft. Hann skilur hins vegar að Íslendingar séu uggandi vegna hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins. Þetta er fyrsta heimsókn Vanhanen til Íslands í forsætisráðherratíð sinni en hann hefur komið tvisvar áður hingað til lands. Opinberri dagskrá heimsóknarinnar lýkur í dag með ferð hans og utanríkisráðherra í Bláa lónið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira