Vilja þingsályktun í stað laga 11. júlí 2004 00:01 Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr," sagði Alfreð í samtali við Fréttablaðið. "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli." Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfestingu nýrra fjölmiðlalaga. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknarflokksins. Ráðherrar Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í afstöðu sinni. Aðspurður um ofangreind sjónarmið samflokksmanna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beigt af leið og bakkað." "Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna tekur í sama streng: "Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr," sagði Alfreð í samtali við Fréttablaðið. "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli." Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfestingu nýrra fjölmiðlalaga. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknarflokksins. Ráðherrar Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í afstöðu sinni. Aðspurður um ofangreind sjónarmið samflokksmanna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beigt af leið og bakkað." "Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna tekur í sama streng: "Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira