Erlent

Fyrstu lýðræðiskosningarnar

Forseti verður kosinn í Indónesíu í dag í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í þessu stærsta múslimaríki heims. Skoðanakannanir benda til þess að sitjandi forseti, Megawati Sukarnoputri, bíði lægri hlut og að Susilo Bambang Júd-hojono, hershöfðingi og fyrrverandi öryggismálaráðherra, verði kjörinn forseti. Hann hefur um 20 prósenta forskot á Sukarnoputri. Verði hann kosinn þykir það til marks um að her landsins sækist á ný eftir pólitískum áhrifum. Stjórnmálaskýrendur segja að ósigur Sukarnoputri jafngilti einnig áfellisdómi yfir henni og mætti einkum rekja til misheppnaðrar baráttu gegn spillingu sem og til bágs efnahagsástands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×