Vill sjá sátt 5. júlí 2004 00:01 "Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
"Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira