Vill sjá sátt 5. júlí 2004 00:01 "Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
"Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira