Innlent

Þyrlan sótti kjörkassa

Landhelgisgæslan kom yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis til hjálpar við að flytja atkvæði frá Vestmannaeyjum á talningarstað á Selfossi. Veður kom að mestu í veg fyrir flug en þyrla Landhelgisgæslunnar komst þangað sem aðrar flugvélar komu ekki og sótti kjörseðla til talningar. Víða var um langan veg að fara með atkvæðaseðla. Norðvesturkjördæmi er mjög seinfarið og um ellefu leytið var ekki búið að telja nema um 500 atkvæði. Þá átti eftir að koma flestum atkvæðum á kjörstað því engu var safnað upp fyrr um daginn. Þá var langar leiðir að fara í Suðurkjördæmi, lengst var leiðin frá Höfn á Hornafirði, fjögurra klukkutíma ferðalag á Selfoss.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×