Framtíð Íslands ekki svört 14. júní 2004 00:01 Framtíð Íslands er ekki svört að mati starfsmanna þjóðbúningaleigu Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Á þeim forsendum neitaði félagið að lána skautbúning í myndatöku, en þeldökk kona átti að klæðast honum. Peysuföt stóðu þó til boða. Þessu komst ritstjóri blaðsins Reykjavík Grapevine að þegar mynda átti forsíðu nýjasta tölublaðsins. Í tilefni af 60 ára afmæli lýðveldisins vildi hann vekja athygli á því hversu fjölbreytt íslenskt samfélag er orðið og láta þeldökka konu í skautbúningi prýða forsíðuna og bregða þannig út af þeirri stöðluðu ímynd að íslenska konan sé ljóshærð og bláeygð. Það reyndist hins vegar hægara sagt en gert að fá búning að láni fyrir myndatökuna. Ritstjóri umrædds blaðs, Valur Gunnarsson, segir eina konu hafa lofað að lána blaðinu búning. "Þegar við fórum og ætluðum að sækja búninginn, og til tals kom að sú sem ætti að sitja fyrir í honum væri svört, dró konan snarlega í land. Þá höfðum við samband við Þjóðdansafélagið en sama var uppi á teningnum þar," segir Valur. Aðspurður hvort aðstandendur blaðsins hafi fengið einhverjar skýringar á þessu segist Valur hafa fengið þau svör að svört kona ætti ekki heima í þessum búning. "Þeir voru reiðubúnir að lána okkur peysuföt fyrir myndatökuna því það eru víst almúgalegri föt en hátíðarbúninginn máttum við ekki fá," segir Valur. Í lögum Þjóðdansafélags Reykjavíkur, sem hefur það meginhlutverk að kanna og kynna menningarhefðir þjóðarinnar, segir að félagið stuðli að endurvakningu íslenskra þjóðbúninga. Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort sú endurvakning nái aðeins til hvítra Íslendinga. Starfsmaður Þjóðdansafélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að félagið hefði sett það fyrir sig að ritstjórinn teldi myndina túlka framtíð Íslands. Þjóðdansafélagið liti ekki svo á að hún væri svört, líklega væri hún frekar gul, án þess að frekar væri farið út í þá skilgreiningu. Það færi eftir því hvert tilefnið væri hvort fólk, sama af hvaða kynþætti það væri, fengi að leigja búning. Það var Kvenfélagið á Laugarvatni sem lánaði búning til myndatökunnar og sá ekkert að því að þeldökk kona klæddist honum. Ritstjórinn segist vonast til að afstaða Þjóðdansafélagsins sé undantekning í íslensku samfélagi en viðbrögð fólks við forsíðumyndinni eru almennt jákvæð. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Framtíð Íslands er ekki svört að mati starfsmanna þjóðbúningaleigu Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Á þeim forsendum neitaði félagið að lána skautbúning í myndatöku, en þeldökk kona átti að klæðast honum. Peysuföt stóðu þó til boða. Þessu komst ritstjóri blaðsins Reykjavík Grapevine að þegar mynda átti forsíðu nýjasta tölublaðsins. Í tilefni af 60 ára afmæli lýðveldisins vildi hann vekja athygli á því hversu fjölbreytt íslenskt samfélag er orðið og láta þeldökka konu í skautbúningi prýða forsíðuna og bregða þannig út af þeirri stöðluðu ímynd að íslenska konan sé ljóshærð og bláeygð. Það reyndist hins vegar hægara sagt en gert að fá búning að láni fyrir myndatökuna. Ritstjóri umrædds blaðs, Valur Gunnarsson, segir eina konu hafa lofað að lána blaðinu búning. "Þegar við fórum og ætluðum að sækja búninginn, og til tals kom að sú sem ætti að sitja fyrir í honum væri svört, dró konan snarlega í land. Þá höfðum við samband við Þjóðdansafélagið en sama var uppi á teningnum þar," segir Valur. Aðspurður hvort aðstandendur blaðsins hafi fengið einhverjar skýringar á þessu segist Valur hafa fengið þau svör að svört kona ætti ekki heima í þessum búning. "Þeir voru reiðubúnir að lána okkur peysuföt fyrir myndatökuna því það eru víst almúgalegri föt en hátíðarbúninginn máttum við ekki fá," segir Valur. Í lögum Þjóðdansafélags Reykjavíkur, sem hefur það meginhlutverk að kanna og kynna menningarhefðir þjóðarinnar, segir að félagið stuðli að endurvakningu íslenskra þjóðbúninga. Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort sú endurvakning nái aðeins til hvítra Íslendinga. Starfsmaður Þjóðdansafélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að félagið hefði sett það fyrir sig að ritstjórinn teldi myndina túlka framtíð Íslands. Þjóðdansafélagið liti ekki svo á að hún væri svört, líklega væri hún frekar gul, án þess að frekar væri farið út í þá skilgreiningu. Það færi eftir því hvert tilefnið væri hvort fólk, sama af hvaða kynþætti það væri, fengi að leigja búning. Það var Kvenfélagið á Laugarvatni sem lánaði búning til myndatökunnar og sá ekkert að því að þeldökk kona klæddist honum. Ritstjórinn segist vonast til að afstaða Þjóðdansafélagsins sé undantekning í íslensku samfélagi en viðbrögð fólks við forsíðumyndinni eru almennt jákvæð.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira