Framtíð Íslands ekki svört 14. júní 2004 00:01 Framtíð Íslands er ekki svört að mati starfsmanna þjóðbúningaleigu Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Á þeim forsendum neitaði félagið að lána skautbúning í myndatöku, en þeldökk kona átti að klæðast honum. Peysuföt stóðu þó til boða. Þessu komst ritstjóri blaðsins Reykjavík Grapevine að þegar mynda átti forsíðu nýjasta tölublaðsins. Í tilefni af 60 ára afmæli lýðveldisins vildi hann vekja athygli á því hversu fjölbreytt íslenskt samfélag er orðið og láta þeldökka konu í skautbúningi prýða forsíðuna og bregða þannig út af þeirri stöðluðu ímynd að íslenska konan sé ljóshærð og bláeygð. Það reyndist hins vegar hægara sagt en gert að fá búning að láni fyrir myndatökuna. Ritstjóri umrædds blaðs, Valur Gunnarsson, segir eina konu hafa lofað að lána blaðinu búning. "Þegar við fórum og ætluðum að sækja búninginn, og til tals kom að sú sem ætti að sitja fyrir í honum væri svört, dró konan snarlega í land. Þá höfðum við samband við Þjóðdansafélagið en sama var uppi á teningnum þar," segir Valur. Aðspurður hvort aðstandendur blaðsins hafi fengið einhverjar skýringar á þessu segist Valur hafa fengið þau svör að svört kona ætti ekki heima í þessum búning. "Þeir voru reiðubúnir að lána okkur peysuföt fyrir myndatökuna því það eru víst almúgalegri föt en hátíðarbúninginn máttum við ekki fá," segir Valur. Í lögum Þjóðdansafélags Reykjavíkur, sem hefur það meginhlutverk að kanna og kynna menningarhefðir þjóðarinnar, segir að félagið stuðli að endurvakningu íslenskra þjóðbúninga. Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort sú endurvakning nái aðeins til hvítra Íslendinga. Starfsmaður Þjóðdansafélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að félagið hefði sett það fyrir sig að ritstjórinn teldi myndina túlka framtíð Íslands. Þjóðdansafélagið liti ekki svo á að hún væri svört, líklega væri hún frekar gul, án þess að frekar væri farið út í þá skilgreiningu. Það færi eftir því hvert tilefnið væri hvort fólk, sama af hvaða kynþætti það væri, fengi að leigja búning. Það var Kvenfélagið á Laugarvatni sem lánaði búning til myndatökunnar og sá ekkert að því að þeldökk kona klæddist honum. Ritstjórinn segist vonast til að afstaða Þjóðdansafélagsins sé undantekning í íslensku samfélagi en viðbrögð fólks við forsíðumyndinni eru almennt jákvæð. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
Framtíð Íslands er ekki svört að mati starfsmanna þjóðbúningaleigu Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Á þeim forsendum neitaði félagið að lána skautbúning í myndatöku, en þeldökk kona átti að klæðast honum. Peysuföt stóðu þó til boða. Þessu komst ritstjóri blaðsins Reykjavík Grapevine að þegar mynda átti forsíðu nýjasta tölublaðsins. Í tilefni af 60 ára afmæli lýðveldisins vildi hann vekja athygli á því hversu fjölbreytt íslenskt samfélag er orðið og láta þeldökka konu í skautbúningi prýða forsíðuna og bregða þannig út af þeirri stöðluðu ímynd að íslenska konan sé ljóshærð og bláeygð. Það reyndist hins vegar hægara sagt en gert að fá búning að láni fyrir myndatökuna. Ritstjóri umrædds blaðs, Valur Gunnarsson, segir eina konu hafa lofað að lána blaðinu búning. "Þegar við fórum og ætluðum að sækja búninginn, og til tals kom að sú sem ætti að sitja fyrir í honum væri svört, dró konan snarlega í land. Þá höfðum við samband við Þjóðdansafélagið en sama var uppi á teningnum þar," segir Valur. Aðspurður hvort aðstandendur blaðsins hafi fengið einhverjar skýringar á þessu segist Valur hafa fengið þau svör að svört kona ætti ekki heima í þessum búning. "Þeir voru reiðubúnir að lána okkur peysuföt fyrir myndatökuna því það eru víst almúgalegri föt en hátíðarbúninginn máttum við ekki fá," segir Valur. Í lögum Þjóðdansafélags Reykjavíkur, sem hefur það meginhlutverk að kanna og kynna menningarhefðir þjóðarinnar, segir að félagið stuðli að endurvakningu íslenskra þjóðbúninga. Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort sú endurvakning nái aðeins til hvítra Íslendinga. Starfsmaður Þjóðdansafélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að félagið hefði sett það fyrir sig að ritstjórinn teldi myndina túlka framtíð Íslands. Þjóðdansafélagið liti ekki svo á að hún væri svört, líklega væri hún frekar gul, án þess að frekar væri farið út í þá skilgreiningu. Það færi eftir því hvert tilefnið væri hvort fólk, sama af hvaða kynþætti það væri, fengi að leigja búning. Það var Kvenfélagið á Laugarvatni sem lánaði búning til myndatökunnar og sá ekkert að því að þeldökk kona klæddist honum. Ritstjórinn segist vonast til að afstaða Þjóðdansafélagsins sé undantekning í íslensku samfélagi en viðbrögð fólks við forsíðumyndinni eru almennt jákvæð.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira