Lífið

Heimabrúðkaup

Sumarið er tíminn til að gifta sig. Sólin sest aldrei, allir eru glaðir og léttir í lund. Júní, júlí og ágúst eru vinsælustu mánuðir ársins til giftinga svo nú er mikil blómatíð framundan fyrir alla þá sem koma nálægt undirbúningi og framkvæmd fallegs brúðkaups. Gifting heimafyrir verður vinsælli með hverju árinu. Misjafnt er hvaða háttur er hafður á, sumir halda athöfnina hátíðlega í kirkju og bjóða svo heim til veislu eftirá, aðrir fara alla leið, fá prestinn heim og sverja hjúskapareiðinn á pallinum út í garði. Það er að mörgu að huga þegar góða veislu gjöra skal og sérstaklega vill maður vanda sig þegar heimilið er veislusalurinn. Sé heimabrúðkaup á döfinni er viðeigandi að kíkja við í verslunina Unika í Fákafeni 9 því hún býður uppá ótrúlega marga fallega heimilisskrautmuni sem henta frábærlega sem skreyting í brúðkaupsveislu. Silkiblóm eru til í mörgum útfærslum, í krönsum, lengjum og vöndum og ekki má gleyma brúðarblómasveignum sem Unika leigir út og myndi sóma sér vel í hvaða garðbrúðkaupi sem er. Úrvalið af borðskrauti, kertum og kertastjökum er fjölbreytt, og þó að brúðkaup sé ekki í nánd fer þetta skraut vel við hvers kyns sumarveislur. Fyrir utan skreytiefni og gjafavöru býður Unika líka uppá húsgögn, vefnaðarvörur, ljós og ýmsan annan heimilisvarning.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×