Innlent

Lítill drengur með eldspýtur

Lítill drengur sem var að fikta með eldspýtur, kveikti í rúminu sínu í kjallaraíbúð í fjölbýli við Flókagötu. Slökkviliðinu var tilkynnt um brunann fimm mínútur yfir átta í gærkvöldi og hafði lokið störfum tuttugu mínútum síðar. Reykkafarar slökktu eldinn og reykræsta þurfti íbúðina. Töluvert miklar skemmdir urðu á herbergi drengsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×