Innlent

Annar laus úr gæsluvarðhaldi

Annar af tveimur mönnum um þrítugt sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn í síðustu viku er laus úr haldi. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku og rann sá tími út í gær. Hinn maðurinn ver enn í haldi en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í þrjár vikur. Mennirnir voru handteknir eftir að rúmt kíló af amfetamíni og tæp 70 grömm af hassi fundust við húsleit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×