Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir vopnað rán

Tuttugu og fimm ára maður var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir vopnað rán og önnur þjófnaðarbrot. Fjórar ákærur á hendur manninum voru sameinaðar. Maðurinn réðst inn í verslun 10-11 við Arnarbakka og hótaði starfsmanni með hníf. Hann sagðist ætla að stinga starfsmanninn með hnífnum opnaði hann ekki sjóðsvélina og afhenti honum peninga. Hann komst á brott með 28 þúsund krónur. Þá var hann einnig ákærður fyrir nokkra þjófnaði úr verslunum og nokkur innbrot í bíla. Maðurinn játaði flestöll brotin en þau sem hann gekkst ekki við var hann fundinn sekur um. Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki og hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1997, fyrir stórfellda líkamsárs, hótun, þjófnað, fjársvik, gripdeild, skjalafals og fíkniefnabrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×