Innlent

Varað við sprengingum

Búið er að gefa út tilkynningu meðal íbúa í Hlíðahverfi um að vegna framkvæmda við færslu Hringbrautar megi búast við sprengingum og titringi samfara þeim. Háfell ehf., sem hefur umsjón með verkinu, fullyrðir þó að engin hætta stafi af sprengingunum. Búið er að koma fyrir titringsmælum á húsum í grennd við framkvæmdirnar, sem mæla nákvæmlega styrk og tíma sprenginganna. Einnig er búið að mynda húsin í nágrenninu í samvinnu við tryggingafélögin til að tryggja að allt sé með felldu. Til aðvörunar um að von sé á sprengingu verður gefið hljóðmerki. Búist er við að sprengingarnar taki einn til einn og hálfan mánuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×