Innlent

Hrefnuveiðar hefjast á ný

Fimm hrefnur hafa veiðst síðan rannsóknarveiðar hófust á ný í byrjun mánaðarins. Að sögn Gísla Víkingssonar, verkefnastjóra hjá Hafrannsóknarstofnuninni, ganga rannsóknir vel, en veiddar verða 25 hrefnur í sumar. Veiðunum er dreift á 9 hafsvæði allt í kringum landið í samræmi við útbreiðslu hrefnu og fara þær fram á þremur bátum. Samkvæmt áætlun stofnunarinnar verða veiddar alls 200 hrefnur og munu þá liggja fyrir endanlegar niðurstöður, að lokinni úrvinnslu allra sýna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×