Innlent

Óráðlegt að lækka skatta

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur óráðlegt að lækka skatta við núverandi aðstæður í efnahagslífinu og ítrekar að ríkið verði að takast á við kerfislægan vöxt rekstrarútgjalda ríkissjóðs. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ um efnahagsmál. Ríkið verði að gera sitt til að draga úr ofþenslu , en áform stjórnarinnar um verulegar skattalækkanir og miklar framkvæmdir á sama tíma og mestu stóriðju- og virkjanaframkvæmdir standa yfir, gangi hinsvegar í þver öfuga átt. Almennt launafólk hafi sýnt það í síðustu kjaraviðræðum að það vildi axla sinn hlut af ábyrgðinni á að viðhalda stöðugleika og stjórnvöld verði að axla sína ábyrgð með sama hætti. Seðlabankinn einn og sér hafi takmörkuð tök á að sporna við , því vaxtahækkanir einar myndu styrkja krónuna gagnvart öðrum gjaldmiðlum og gera útflutningsgreinunum erfiðara fyrir. Loks minnir miðstjórn ASÍ á að stutt sé síðan að þjóðfélagið tókst á við afleiðingar síðustu mistaka í efnahagsstjórninni með verðbólguskotinu árið 2001 og baráttunni við rauðu strikin vorið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×